Mannlíf

Tónadans heldur jólatónleika á morgun

Jólatónleikar listasmiðjunnar Tónadans verða haldnir í Miðgarði á morgun, miðvikudaginn 6. desember kl. 17:00. Tónadans, listasmiðja fyrir börn og ungmenni, var formlega stofnuð á vordögum 2017 en tók til starfa síðastliðið haust og er afrakstur hugmynda og þróunarvinnu Kristínar Höllu Bergsdóttur og Jóhönnu Marínar Óskarsdóttur. Hafði listasmiðjan verið draumur þeirra um nokkra hríð og ákváðu þær að skella verkefninu af stað á þessu ári. Báðar eru þær menntaðir hljóðfæraleikarar og tónlistarkennarar auk þess að vera við nám við Háskólann á Bifröst. Kristín Halla hefur séð um reksturinn í vetur þar sem Jóhanna er búsett á Bifröst en Kristín Halla segist hafa fengið til liðs við sig frábærar listakonur þær Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu sem stjórnar barnakórnum og þær Ólöfu Ólafsdóttur og Ragndísi Hilmarsdóttur danskennara sem kenna jassballett.
Meira

Aðventutónleikar Sönglaganna

Nú um helgina verður Skagfirðingum boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu þegar Sönglögin standa fyrir aðventutónleikunum Hátíð í bæ, annars vegar á Hofsósi í kvöld og hins vegar í Miðgarði á laugardagskvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum verður stórsöngvarinn geðþekki, Pálmi Gunnarsson, sem á stóran sess í hugum landsmanna þegar hugurinn leitar til ástsælustu jólalaganna. Þeir Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason, kennarar við tónlistarskóla Skagafjarðar, sem standa á bak við Sönglögin segja þeir hafi lengi haft hug á að fá Pálma til að koma fram á tónleikum með þeim en hann hafi alltaf verið uppbókaður á þessum tíma svo nú sé loksins langþráðu marki náð.
Meira

Árshátíðir tveggja skóla í dag

Árshátíð yngra stigs Varmahlíðarskóla, sem frestað var vegna veðurs fyrir viku, verður haldin í dag kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1. og 2. bekkur ætla að sýna íþróttaálfasprell en nemendur 3.-6. bekkjar munu gefa áhorfendum innsýn í Ævintýralandið þar sem gömlu, góðu ævintýrin verða fléttuð saman á óvæntan hátt. Að lokinni sýningu verða kaffiveitingar í Miðgarði. Höfundur Ævintýralandsins er Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Meira

Jólamarkaður og kveikt á jólatré á Hvammstanga

Það verður jólastemning á Hvammstanga í dag. Í félagsheimilinu verður jólamarkaður milli klukkan 11:00 og 17:00 og kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu við félagsheimilið tendruð. Þá mun Elínborg Sigurgeirsdóttir leika létt jólalög, krakkar úr grunnskólanum syngja og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur og ef vel stendur á á heimilinu hjá Grýlu gömlu verða einhverjir jólasveinar sendir til byggða með góðgæti í poka handa börnunum.
Meira

Opið hús í listamiðstöðinni Nesi í dag

Í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður opið hús í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd þar sem listamenn nóvembermánaðar munu sýna verk sín. Opið verður frá klukkan 16 til 18 en milli klukkan 16:30 og 17:15 fer fram samspil leiklistar og persneskrar fiðlu, kvikmyndasýning, upplestur úr skáldsögu og kynning á rannsókn á bæjarskipulagi Skagastrandar. Klukkan 17:30 verður tónlist, ljóð og sjónlistasýning í kaffistofunni Einbúastíg 2.
Meira

Leikhópur FNV frumsýnir Bugsy Malone

Á morgun föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930.
Meira

Ævintýralandið í Varmahlíð

Á morgun munu nemendur 3.-6. bekkja Varmahlíðarskóla verða staðsett í Ævintýralandinu sem sett verður upp á sviði Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð. Þar lifna persónur gömlu ævintýranna við og fléttast söguþræðirnir saman á óvæntan hátt. 1.og 2. bekkur munu einnig stíga á stokk og verða með íþróttaálfasprell.
Meira

Ólína Sif og Missouri State hafa náð frábærum árangri

Ólína Sif Einarsdóttir knattspyrnustúlka úr Tindastóli hélt síðasta vetur í víking til Bandaríkjanna þar sem hún fékk styrk til að stunda nám og spila knattspyrnu fyrir Missouri State háskólann. Hún er nú annan veturinn í westrinu og skólaliðið hennar náði á dögunum frábærum árangri, þegar þær sigruðu svokallað Missouri Valley Tournament og eru á leiðinni í NCAA úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 17 ár.
Meira

Sviðaveisla í Miðgarði

Karlakórinn Heimir í Skagafirði ætlar að brjóta upp skammdegisdrungann og efna til skemmtikvölds og sviðaveislu í Miðgarði í kvöld kl. 20. Þar verður auk sviðalappa og andlita, söngur og gamanmál eins og Skagfirðingar kannast við og eru þekktir fyrir.
Meira

Síðasti séns að sjá Hróa hött

Þrjár aukasýningar hafa verið settar á hjá Leikfélagi Sauðárkróks á leikritinu um Hróa hött sem sýnt er þessa dagana. Allra síðasta sýning verður nk. sunnudag.
Meira