Tónadans heldur jólatónleika á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
05.12.2017
kl. 11.27
Jólatónleikar listasmiðjunnar Tónadans verða haldnir í Miðgarði á morgun, miðvikudaginn 6. desember kl. 17:00.
Tónadans, listasmiðja fyrir börn og ungmenni, var formlega stofnuð á vordögum 2017 en tók til starfa síðastliðið haust og er afrakstur hugmynda og þróunarvinnu Kristínar Höllu Bergsdóttur og Jóhönnu Marínar Óskarsdóttur. Hafði listasmiðjan verið draumur þeirra um nokkra hríð og ákváðu þær að skella verkefninu af stað á þessu ári. Báðar eru þær menntaðir hljóðfæraleikarar og tónlistarkennarar auk þess að vera við nám við Háskólann á Bifröst. Kristín Halla hefur séð um reksturinn í vetur þar sem Jóhanna er búsett á Bifröst en Kristín Halla segist hafa fengið til liðs við sig frábærar listakonur þær Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu sem stjórnar barnakórnum og þær Ólöfu Ólafsdóttur og Ragndísi Hilmarsdóttur danskennara sem kenna jassballett.
Meira