Mannlíf

Sjómannadagurinn á Hofsósi - myndir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um síðustu helgi og gerðu menn sér dagamun víða í tilefni hans. Á Hofsósi stóð Björgunarsveitin Grettir fyrir skemmtidagskrá við höfnina að vanda. Var hún ágætlega sótt og greina mátti að brúnin lyftist á veðurguðunum við gamanið.
Meira

Héldu tombólu til styrktar skólabókasafninu

Sumir halda að krakkar nú til dags hafi engan áhuga á bóklestri. Það er þó ekki alls kostar rétt og sumir eru meira að segja svo framtakssamir að grípa til sinna ráða ef þeim finnst úrvalið á skólabókasafninu ekki vera nógu gott. Blaðamaður Feykis hitti þessa kátu krakka í góða veðrinu framan við kaupfélagið á Hofsósi í gær þar sem þeir héldu tombólu til styrktar skólabókasafninu á Hofsósi.
Meira

Lífið er núna - Leiklistardeild Höfðaskóla setur upp leikrit í fullri lengd

Leiklistardeild Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýnir í kvöld, miðvikudag 9. maí, klukkan 20:00 gamanleikinn Lífið er núna í Fellsborg á Skagaströnd. Leikritið heitir á frummálinu You Can’t Take It With You og var skrifað árið 1936 af þeim George S. Kaufman og Moss Hart. Það hefur verið sýnt áratugum saman í Bandaríkjunum og verið með vinsælustu verkum þar úti fyrir skólauppsetningar. Ástrós Elísdóttir þýddi verkið en að hennar sögn hefur það ekki verið sýnt oft hér á landi þó það hafi verið þýtt á íslensku fyrir 63 árum síðan og hafi orðið úr hjá leikhópnum að nýta ekki þá þýðingu heldur ráðast í nýja.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga - Lista- og menningarhátíð 29. apríl – 5. maí 2018

Sæluvika Skagfirðinga, hin árlega lista- og menningarhátíð, hefst um helgina. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngur sínar.
Meira

Vortónleikar Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardaginn kemur, 28. apríl, og hefjast þeir kl. 21:00.
Meira

Tónleikar Lóuþræla á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar munu hefja upp raust sína og syngja í Blönduóskirkju, þriðjudaginn 17. apríl nk. Söngstjóri er Ólafur Rúnarsson, undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir og Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson syngja einsöng.
Meira

Vorboðinn ljúfi – Kvennakóramót í Miðgarði

Næstkomandi laugardag, klukkan 16, munu norðlenskar konur í þremur kvennakórum, koma saman í Menningarhúsin Miðgarði og syngja inn vorið.
Meira

Ellert og Kristján í Sauðárkrókskirkju

Í kvöld munu þeir frændur og brottfluttu Króksarar, Ellert Heiðar Jóhannsson og Kristján Gíslason, syngja fyrir gesti Sauðárkrókskirkju. Það er Sauðárkrókssöfnuður sem býður á þessa skírdagstónleika sem ætlaðir eru allri fjölskyldunni. Í hléi verður atburða skírdagskvölds minnst og gengið að borði Drottins, þar sem brauð úr Sauðárkróksbakaríi verður brotið og bergt á vínberjum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Meira

Nýr geisladiskur Heimis kynntur á afmælisfagnaði í Miðgarði

Hinn 28. desember 1927 var Karlakórinn Heimir stofnaður í Húsey í Vallhólmi og náði kórinn því þeim merka áfanga 28. desember síðastliðinn að verða 90 ára. Starf Karlakórsins Heimis í Skagafirði hefur alla tíð verið stór og órjúfanlegur hluti menningarlífs Skagfirðinga, sérstaklega á fyrri hluta síðustu aldar, þegar tækifæri til afþreyinga voru lítil sem engin og mannlíf með öðrum hætti en í dag.
Meira

Konukvöld Freyjanna á morgun

Kiwanisklúbburinn Freyja ætlar að halda konukvöld á morgun, miðvikudaginn 28. mars, á Mælifelli á Sauðárkróki og eru Freyjurnar búnar að undirbúa kvöldið alveg gríðarlega vel, að sögn Sigríðar Káradóttur, forseta Freyju. „Þetta er fjáröflun þannig að þetta verður bæði skemmtun og góðgjörð fyrir þann sem kaupir miða,“ segir hún.
Meira