Mannlíf

Myndasyrpa frá opnun Fiskmarkaðar Sauðárkróks

Það var móttaka og opið hús í Fiskmarkaði Sauðárkróks sem opnaði í splunkunýjum og rúmgóðum húsakynnum á Sandeyrinni á Króknum í dag. Fjöldi manns sótti Fiskmarkaðinn heim en boðið var upp á ljúfa tóna og veitingar um leið og Skagfirðingar og gestir fögnuðu opnunni með eigendum.
Meira

Stefnt að opnun Hótel Blönduóss um miðjan maí

Það er ekki langt síðan nýir eigendur eignuðust Hótel Blönduós og hófu þar gagngerar endurbætur. Hótelið gamla, sem staðsett er á fallegum stað í Gamla bænum á Blönduósi, er nú óðum að taka á sig glæsilega mynd. Á nýlegri heimasíðu hótelsins segir að dyr hótelsins verði opnaðar þann 15. maí næstkomandi. Af því tilefni er boðið upp á glæsileg opnunartilboð sem gildir ef bókuð er gisting daga 15. maí til 7. júní.
Meira

Kynni af öðrum menningarheimum eru dýrmætt veganesti út í lífið

Eftir að hafa boðið lesendum Feykis í menningarreisu til Hugrúnar Önnu í Verónu á Ítalíu í febrúar þá tekur Feykir undir sig stökk til norðausturs og snögghemlar í Austur-Evrópu. Nánar tiltekið í austurhluta gömlu Tékkóslóvakíu, sem flestir lesendur Feykis ættu að kannast við, en í kjölfar þess að halla fór undan fótum Sóvétríkjanna þá sluppu ríki Austur-Evrópu undan járnhælnum. Flauelsbyltingin var gerð friðsamlega í Tékkóslóvakíu 1989 og til urðu Tékkland (ekki skoðunarstöðin) og Slóvakía og það er einmitt í síðarnefnda landinu sem parið Kolbrún Sonja Rúnarsdóttir og Ófeigur Númi Halldórsson stundar nú nám í borginni Košice.
Meira

Ós textílmiðstöð á Blönduósi er framúrskarandi verkefni á sviði menningar

Í gær var sagt frá því á Feyki.is hvaða aðili hlaut viðurkenningu SSNV sem framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Eins og kom fram í fréttinni var einnig tilkynnt um hvaða aðili hlaut viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni á árinu 2022 á sviði menningar. Sá heiður kom í hlut Óss Textíllistamiðstöðvar áBlönduósi fyrir rekstur á miðstöð fyrir textíllistafólk.
Meira

Austan Vatna valið framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar

Í desember var kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á árinu 2022 á starfssvæði SSNV. Óskað var eftir tilnefningum í tveimur flokkum; verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og síðan verkefni á sviði menningar. Að þessu sinni var það Austan Vatna sem fékk viðurkenningu á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir vinnslu á matarhandverki.
Meira

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar?

Árið 2016 var bryddað upp á þeirri nýbreytni að veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði, sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag, Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Nú er óskað eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023. Frestur til þess að senda inn tilnefningar er til og með 18. apríl nk og þurfa íbúar því að bregðast skjótt við og leggja heila í bleyti.
Meira

Það sem lífið getur verið skemmtilegt :: Leikfélag Hofsóss sýnir Saumastofuna

Miðaldra kona hlýtur að spyrja sig hvaða erindi leikrit sem er nánast jafngamalt henni sjálfri eigi við nútímafólk. Því var svarað á einni kvöldstund í Höfðaborg á Hofsósi þegar undirrituð skellti sér á sýninguna Saumastofuna. Hafði að vísu gægst aðeins á bakvið tjöldin á meðan á æfingarferlinu stóð, en þeim mun skemmtilegra að sjá hinn endanlega afrakstur sex vikna stífra æfinga. Skemmst er frá að segja að uppsetningin er vel heppnuð og á þessum rúmum tveimur tímum sem sýningin tekur (að hléinu meðtöldu) er allur tilfinningaskalinn undir.
Meira

Glaðningur til foreldra nýfæddra íbúa í Húnaþingi vestra

Í ár mun Húnaþing vestra brydda upp á þeirri ánægjulegu nýung að færa nýbökuðum foreldrum í sveitarfélaginu litla gjöf til að bjóða nýfædda íbúa velkomna í heiminn. „Með gjöfinni viljum við undirstrika áherslu okkar á fjölskylduvænt samfélag,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Meira

Starfshópur stofnaður um stefnumótun í málefnum aldraðra

Húnahornið segir frá því að á fundi öldungaráðs Húnabyggðar í vikunni hafi verið lagt til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að stefnumótun í málefnum aldraðra í sveitarfélaginu. Markmiðið er að efla lífsgæði fólks með bættri þjónustu, aukinni umræðu og meiri samfélagsþátttöku eldri borgara. Lagt var til að starfshópinn skipi fjórir fulltrúar, einn frá hverjum hópi hagaðila ráðsins.
Meira

Karnival dýranna í Miðgaði

Tónadans og Tónlistarskóli Skagafjarðar setja saman upp Karnival dýranna fyrir dansara og hljómsveit í Menningarhúsinu Miðgarði nk. sunnudag 26. mars kl. 14. Fram koma nemendur og kennarar Tónlistarskólans og Tónadans. Höfundur dansa er Cristina Sabate Perez, Elena Zharinova og Ólöf Ólafsdóttir en tónlistarstjórn er í höndum Joaquin De La Cuesta Gonzalez.
Meira