Fjölbreytt og skemmtileg tónlistarveisla í Bifröst
Það var hörkustemning í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 30. júní þegar skagfirskt tónlistarfólk af öllum gerðum mætti til leiks á tónleikana sem bera nafnið Græni salurinn. Flytjendur spönnuðu nánast gjörvallt aldursrófið; frá ungum og sprækum yfir í hokna af reynslu.
Flytjendur voru Elva Björk og Blámi, JESSS, Tríó Pilla Prakkó, JF Band, Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar, Menn og menn, Dánarfregnir og jarðarfarir, Augu Abrahams og loks Atli.
Ekki var annað að heyra og sjá á samfélagsmiðlum en að gestir, sem fylltu Bifröst, hafi skemmt sér hið besta. Tónlistarveislunni lauk að venju með því að listafólkið sameinaðist í lokalaginu sem að þessu sinni var Blindskerið hans Bubba og ætlaði þá allt um koll að keyra og þakið nánast að rjúka í loft upp á gömlu góðu Bifröst.
Töluverðar lýkur eru á því slegið verði í framhald næsta sumar og jafnvel möguleiki að tónlistarfólkið telji í milli jóla og nýárs. Það væri nú gaman!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.