Mannlíf

Allt að verða klárt fyrir atvinnulífssýninguna um helgina

Atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins opnar tíu í fyrramálið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en setningarathöfnin hefst kl. 11. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta mæta að sjálfsögðu á svæðið og full ástæða til að mæta og fagna liðinu okkar en þeir eru væntanlegir á svið kl. 16 á laugardag.
Meira

Þarf ekki aftur inn á Stubb fyrr en í haust

„Að vakna í morgun var yndislegt og það fyrsta sem kom upp í hugann var að ég þarf ekkert meira inn á stubb.is fyrr en í haust,“ sagði Stefán Jónsson, fyrrum formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvernig það væri að vakna sem Íslandsmeistari. Að öðrum ólöstuðum þá ber Stebbi talsverða ábyrgð á þeim metnaði sem hefur tengst Tindastólsliðinu síðustu árin og setti óhikað stefnuna á að vinna titil þegar hann tók við stýrinu.
Meira

„Þessar sekúndur í lokin eru þær lengstu í mínu lífi“

„Það var stórkostlegt, loksins loksins loksins!“ Þannig lýsir Guðný Guðmundsdóttir því hvernig var að vakna í morgun sem Íslandsmeistari en Króksarinn Guðný er eins og kunnugt er úr Þingeyjarsýslu en er gift Gunna Gests, formanni UMSS. Hún er einn af þessum máttarstólpum sem alltaf er hægt að stóla á þegar Stólarnir eru annars vegar.
Meira

„Eins og mörg tonn af gleði hafi verið leyst úr læðingi“

Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið í vegferð Tindastóls að titlinum fallega. Í gærkvöldi sigruðu Tindastólsmenn fyrrum meistara Vals í hreinum úrslitaleik í Reykjavík og eru því Íslandsmeistarar í fyrsta skipti. Í morgun vaknaði Axel því í fyrsta sinn sem Íslandsmeistari. „Þetta er svakalega góð tilfinning, dásamlegt að Tindastóll sé kominn í þennan hóp,“ segir kappinn í spjalli við Feyki.
Meira

Vaknaði með bikarnum í morgun

„Maður er kannski svolítið enn að reyna að átta sig bara á þessu. Ég var svo heppinn að geyma bikarinn hjá mér þannig að það var góð tilfinning að opna augun og það fyrsta sem maður sá var Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, herra Skagafjörður, þegar Feykir spurði hann í morgun hvernig væri að vakna sem Íslandsmeistari.
Meira

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í Miðgarði 19. maí

Stórasti leikurinn er í kvöld! Valur og Tindastóll mætast í Origo-höllinni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það seldist að venju upp á leikinn á mettíma og útlit fyrir ógnarstemningu. En hvað sem gerist í kvöld þá er í það minnsta ljóst að uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður annað kvöld, föstudaginn 19. maí, í Miðgarði í Varmahlíð. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn.
Meira

Fjölmargir mættu í opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það var slegið upp opnunarteiti á Hótel Blönduósi á laugardag og í dag var hótelið opnað gestum. Fjölmargir heimsóttu hótelið á laugardag enda mikið um dýrðir og eflaust margir forvitnir um hvernig tekist hefur til með þær breytingar sem gerðar hafa verið á hótelinu síðan félagarnir Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson keyptu það af Byggðastofnun í fyrra og hófu í kjölfarið framkvæmdir.
Meira

Frábær þátttaka í Umhverfisdegi FISK Seafood

Umhverfisdagur FISK Seafood var haldinn 6. maí síðastliðinn. Um er að ræða fjölskyldudag þar sem fjölskyldureru hvattar til að sameinast í útiveru með það að markmiði að fegra nærumhverfið og í leiðinni að styðja við það frábæra íþróttastarf sem fer fram í Skagafirði. FISK hét því að greiða fyrir hvern þáttakanda 12.000 kr. sem myndu renna til þess skagfirska íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskaði eftir. Það mættu 754 einstaklingar fyrir 15 aðila í Skagafirði sem er rúmlega 230 fleiri en í fyrra.
Meira

Miðar á leik Vals og Tindastóls tættust út

„Miðarnir hreinlega tættust út – bæði miðar gestaliðsins og okkar miðar. Þessi rimma er þannig að allir og ömmur þeirra vilja vera á svæðinu,“ sagði Valsarinn Grímur Atlason þegar Feykir spurði hvernig hefði gengið að selja miða á leikinn sem hefst í Origo-höllinni kl. 19:15 í kvöld. Raunar hafði Feykir hlerað að miðar Stólanna hefðu klárast á tveimur mínútum og því betra að gleyma sér ekki við uppvaskið eða önnur nauðsynjaverk þegar miðarnir í úrslitaeinvíginu fara í sölu.
Meira

Eigur Stólpa færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra

Stólpar styrktarfélag á Hvammstanga hélt aðalfund sinn þann 11. maí 2023 í gamla verslunarhúsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Á fundinum var samþykkt samhljóða að leggja félagið niður og eigur þess færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra til eignar og afnota í tómstundastarfi þess.
Meira