Mannlíf

Krían mætti í Hólminn um miðnætti

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri heyrði í kríunni í Hólminum í nótt og til varð vísa sem hann límdi síðan við mynd á Facebook af samveru Benjamíns Kristinssonar, safnvarðar á Reykjum í Hrútafirði, með einni ákveðinni af þessari tegund fugla.
Meira

Gunnar og Stefanía hafa látið af störfum eftir langan starfsferil

Á vef FISK Seafood má sjá að tveir ötulir starfsmenn gegnum tíðina hafa nú sest í helgan stein og voru báðir kvaddir með virktum. Um er að ræða Gunnar Reynisson, kokk á Arnari HU1 sem var aðeins 15 ára þegar hann byrjaði til sjós, og síðan Stefaníu Kristjánsdóttur sem á að baki langan starfsferil hjá landvinnslu FISK.
Meira

Kanarnir spara ekki hrósin

Eftir að hafa tekið lesendur Feykis í ferðalag til námshestanna Kolbrúnar og Núma í Kosicé í Slóvakíu þá dembum við okkur næst í Villta Westrið og tökum hús á Króksaranum Marín Lind Ágústsdóttur sem er háskólanemi við Arizona Western College í Yuma. Marín Lind er yngst fjögurra systkina, hin eru Rakel Rós, Viðar og Ragnar, en öll hafa þau alist upp í rústrauða litnum og spilað körfubolta með liðum Tindastóls. Foreldrar Marínar eru Guðbjörg heitin Ragnarsdóttir og Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS.
Meira

Hlaupið til styrktar Einstökum börnum

„Hlaupið tókst vonum framar. Veðrið slapp vel til og mætingin var einstaklega góð. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem stóð fyrir hlaupinu og var að gera þetta í fyrsta skipti, fyrirvarinn var frekar stuttur og eflaust hefði verið hægt að auglýsa hlaupið víðar en miðað við allt og allt þá var þetta virkilega vel heppnað,“ segir Selma Barðdal, einn aðstandenda Styrktarhlaups Einstakra barna, í spjalli við Feyki en hlaupið var á Sauðárkróki 1. maí síðastliðinn.
Meira

Á svið - Tvær leiksýningar falla niður

Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið að fella niður leiksýningar 9. og 12. maí vegna úrslitarviðureignar Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuboltanum. Einungis eru því fjórar sýningar eftir að hinni frábæru leiksýningu Á svið.
Meira

Umhverfisdagur FISK Seafood er laugardaginn 6. maí

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn á morgun, laugardaginn 6. maí, og verða hendur látnar standa fram úr ermum frá klukkan 10 og fram að hádegi en eftir það verður boðið upp á hressingu; fiskisúpu, grillaðar pylsur og fleira í húsnæði Fiskmarkaðar Sauðárkróks. Á netsíðu FISK Seafood segir að umhverfisdagurinn sé samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og um leið að styðja við íþróttafélögin í Skagafirði.
Meira

Fjórir aðilar hlutu samfélagsviðurkenningu frá íbúum Húnaþings vestra

Snemma árs hvatti félagsmálaráð Húnaþings vestra íbúa til að tilnefna þá aðila sem þeim þótti eiga skilið virðingarvott frá íbúum sveitarfélagsins. Nú á dögunum voru samfélagsviðurkenningarnar veittar og komu í hlut fjögurra aðila; Ingibjargar Jónsdóttur, Handbendi, Ingibjargar Pálsdóttur og Kristínar Árnadóttur.
Meira

Litbrigði samfélagsins í Gúttó

Í elsta menningarhúsi Skagafarðar, Gúttó á Sauðárkróki, stendur yfir samsýning myndlistarfólks í Sólon, félagi myndlistarfólks í Skagafirði og nágrenni. Opnaði hún laugardaginn 29. apríl og stendur til 14. maí.
Meira

Sandra, Jón Daníel og Alda taka við Sauðá

Þegar leið á aprílmánuð fór að kvisast út að veitingastaðurinn Sauðá í Sauðárhlíð á Sauðárkróki hefði skipt um eigendur. Ekki er langt síðan húsinu, sem oftast hefur gengið undir nafninu Gamla hlaðan, var gjörbylt og byggt við það en það opnaði sem nýr og forvitnilegur veitingastaður þann 22. júlí 2021. Nú hafa semsagt nýir eigendur tekið við keflinu en það eru reynsluboltarnir Sandra Björk Jónsdóttir, Jón Daníel Jónasson og Alda Kristinsdóttir, sem síðast ráku Gránu Bistro og þar á undan Kaffi Krók um árabil.
Meira

„Fæddist á enda regnbogans,“ segir María Carmela Torrini sem sýnir litrík verk sín í Safnahúsi Skagfirðinga

Á setningu Sæluvikunnar sl. sunnudag var opnuð litrík myndlistarsýning hinnar ungu listakonu Maríu Carmelu Torrini. Fallegar myndir og frumlegar sem efalaust hreyfa við áhorfandanum.
Meira