Mannlíf

Dagurinn var ein stór gleðisprengja

Síðastliðinn fimmtudag var í fyrsta skipti haldið Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Sauðárkróki. Það var hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem héldu utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín.
Meira

Skólarnir byrja

Varmahlíðarskóli var settur í gær miðvikudaginn 24. ágúst stundvíslega klukkan 9. Það var mikil tilhlökkun í börnunum að byrja í skólanum eftir gott sumarfrí. Í Varmalíðarskóla þetta skólaárið eru 105 börn sem hefja skólagöngu í 1-10 bekk, þar af 8 sem eru að byrja í 1.bekk. Þau koma úr flestum hinna fornu hreppa Skagafjarðar og aka sum hver ansi langa leið til að komast í skólann.
Meira

Byggðaráð Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra

Byggaðaráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sem fram fór 23. ágúst síðastliðinn eftirfarandi áskorun til matvælaráðherra. Í ályktuninni segir m.a. að það megi ljóst vera að þessar hækkanir á gjaldskrá Matvælastofnunar komi þeim mjög illa sem hafa verið að byggja upp eigið vöruframboð undir merkjum smáframleiðanda eða beint frá býli og sjá sumir hverjir ekki annað í stöðunni en að hætta framleiðslu og markaðssetningu undir merkjum beint frá býli.
Meira

Uppskeruhátíð í Húnabyggð

Helgina 25.-27. ágúst verður Uppskeruhátíð í tengslum við Vatnsdælu- og Þrístapa verkefni sem unnið hefur verið um nokkurt skeið. „Þetta er komið til þannig að við höfum verið að vinna að því að bæta aðgengi ferðamanna að áhugaverðum stöðum og náttúrunni á slóð Vatnsdælu og við Þrístapa þar sem sögunni um Agnesi og Friðrik eru gerð góð skil,“ segir Elfa Þöll Guðjónsdóttir sem heldur utan um hátíðina.
Meira

Um 500 manns mættu á Stórhól í afmæli Beint frá býli

Nú á sunnudaginn var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á sex stöðum á landinu. Hér á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í gamla góða Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ellefu framleiðendur mættu þar til leiks frá Norðurlandi vestra sem eru aðilar að Beint frá býli til að kynna og selja afurðir sínar. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps var með bakkelsi á svæðinu og ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymdi undir börnum.
Meira

Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum

Á morgun, fimmtudaginn 24. ágúst, verður haldið í fyrsta skipti á Sauðárkróki Sumarkjóla- og búbbluhlaup. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem halda utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og nú síðustu ár hefur verið haldið Proseccohlaup í Elliðarárdalnum sem hefur tekist mjög vel. Þetta er virkilega skemmtileg hugmynd sem hefur það eina markmið að hafa gaman,“ segir Vala Hrönn Margeirsdóttir sem er ein af þessum rammvilltu.
Meira

Edu gengur til liðs við Gránu Bistró

Nýverið tók nýr kokkur við keflinu á Gránu Bistró á Sauðárkróki. En Edu frá Frostastöðum hefur nú tekið við eldhúsinu og birti nýjan matseðil á dögunum. Á Gránu er lögð áhersla á gæðahráefni úr héraði og að vera með eitthvað létt, ferskt og spennandi í hádeginu. Edu er skagfirskum matgæðingum vel kunnur en hann hefur m.a. verið á Hótel Varmahlíð, Deplum og Hofsstöðum.
Meira

„Dýrin vekja alltaf mikla lukku hjá börnunum“

„Sveitasælan má segja að hafi gengið vonum framar þar sem farið var í seinna lagi af stað með undirbúning. En það voru um 30 sýnendur sem mættu til okkar sem ég tel fínt start aftur eftir fjögur ár í dvala,“ segir Sigurlína Erla Magnúsdóttir, formaður Flugu og annar verkefnastjóra Sveitasælunnar sem fram fór í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gær, og vísar þar í Covid-pásuna.
Meira

„Hefði ekki getað hugsað mér betra sumarfrí“

„Það voru rúmlega þúsund skráðir þátttakendur og það má áætla að það hafi verið um 6000 manns á svæðinu um [verslunarmanna]helgina,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarhelgina, en mótið tókst með eindæmum vel og spiluðu margir þættir þar inn.
Meira

Farsæld og vellíðan barna var þema fræðsludags skólanna í Skagafirði

Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í Varmahlíð sl. þriðjudag. Þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar að fræðsludagurinn er árlegur viðburður í Skagafirði og er þetta í tólfta sinn sem slíkur dagur er haldinn hátíðlegur. Tilgangur fræðsludags er fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár á samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Starfsfólk sem tók þátt í fræðsludeginum í ár var um 240 talsins.
Meira