Rögnvaldur Valbergsson handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2023
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf
30.04.2023
kl. 15.25
Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki fyrr í dag að viðstöddu fjölmenni. Sólborg S. Borgarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, setti hátíðina og í kjölfarið veitti Sigurður Bjarni Rafnsson, varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Rögnvaldi Valbergssyni Samfélagsverðlaun sveitarfélagsins. Þá var tilkynnt um úrslit vísnakeppninnar og að endingu opnaði Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, myndlistarsýningu Maríu Carmelu Torrini sem einnig var viðstödd og fékk blómvönd að launum.
Meira