Mannlíf

Bjarkarkonur færðu Húnaþingi vestra bekk að gjöf

Það segir frá því á heimasíðu Húnaþings vestra að í gær, á degi kvenfélagskonunnar þann 1. febrúar 2023, færði kvenfélagið Björk á Hvammstanga sveitarfélaginu bekk að gjöf. Með bekknum vilja þær minnast látinna kvenfélagskvenna.
Meira

Sýning í Textílmiðstöð Ísland og opinn dagur í Textíllab

Það er mikið um að vera í textíllistinni á Blönduósi næstu daga því á morgun verður haldin sýning textíllistamanna, sem ber heitið Goosebumps Alive!, í Kvennaskólanum mili klukkan 15 og 18. Um helgina, 28. & 29. janúar verða svo opnir dagar í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni.
Meira

Væri til í að brenna í burtu besserwissera viðhorf Íslendinga

Það er söngdívan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, frá Dæli í Vestur-Húnavatnssýslu, sem heldur áfram að svara ársuppgjöri Feykis. Hún segir m.a. að fyrir sig persónulega hafi móttökur við litla skólanum hennar, Starcodes Academy slegið flest annað út á árinu 2022.
Meira

Ætlaði í sund en endaði á að gifta sig

Á síðasta degi ársins 2022 er það skagfirska Vordísin, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, listakona, sem fær þann heiður að gera upp árið. Það er nú sannarlega engin lognmollan þegar elskuleg Sigurlaug Vordís er annars vegar og það er óhætt að fullyrða að dagskráin hennar hafi verið þéttskipuð á árinu og stefnir í svo verði einnig á því næsta.
Meira

Fyrirsætur fyrr og nú

Það er alltaf gaman að því þegar lesendur Feykis eða fylgisfólk sendir okkur línu eða mynd. Nú skömmu fyrir jólin fóru nemendur Varmahlíðarskóla í morgunferð og heimsóttu Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Í hópnum voru þrír krakkar sem prýtt höfðu forsíðu Jólablaðs Feykis árið 2013.
Meira

Vill sjá nýsköpun, grósku og eldmóð á nýju ári

Katrín M Guðjónsdóttir tók við af Unni Valborgu Hilmarsdóttur sem framkvæmdastjóri SSNV í sumar. Katrín er viðskipta- og markaðsfræðingur en hún flutti norður í land í sumar en eiginmaður hennar, Pétur Arason, var ráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar. Katrín gerir upp árið í Feyki.
Meira

Fitulagið sennilega lag ársins

Nú er það formaður byggðarráðs Skagafjarðar sem gerir upp árið en það er að sjálfsögðu Einar Eðvald Einarsson á Syðra-Skör'ugili. Einar tók við oddvitasæti Framsóknarflokksins í Skagafirði af Stefáni Vagni Stefánssyni í byrjun sumars en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta í nýju sameinuðu sveitarfélagi, Skagafirði, að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu FNV

Á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að nemendur unglingastigs hafa tvö undanfarin ár verið með tvær list- og verkgreinavikur yfir skólaárið. Þar hafa nemendur kynnst ýmsum greinum sem hægt hefur verið að sýna og kenna innan skólans. Að þessu sinni var hinsvegar ákvðið að leita í hús til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um samstarf .
Meira

Aðventugleði í gamla bænum á Blönduósi

Um síðustu helgi var aðventugleði í Húnabyggð þar sem ljósin voru tendruð á jólatrénu við félagsheimilið á Blönduósi með tilheyrandi jólatónum og -sveinum. Í dag var hins vegar aðventugleði í gamla bænum á Blönduósi.
Meira

Heim að Hólum á aðventu – opinn dagur er einmitt í dag!

Nú á hádegi hófst opinn dagur hjá Háskólanm á Hólum og stendur dagskráin til kl. 17 í dag. Opið er fyrir gesti í aðalbyggingu skólans til kl. 15 en dagkráin er fjölbreytt og ættu allir að geta átt góða stund í Hjaltadalnum fallega. Má nefna jólatréssölu, sögugöngu, kynningar og jólsýningu hestafræðinnema sem hefst kl. 14:30.
Meira