Hátíð gleði og þakkargjörðar
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf
15.08.2023
kl. 10.34
Hin árlega Hólahátíð fór fram dagana 12.-13. ágúst á Hólum í Hjaltadal. Boðið var upp á fjölbreytta menningardagskrá alla helgina og lauk henni með athöfn og hátíðardagskrá í Hóladómkirkju. Að sögn sr. Gísla Gunnarssonar, vígslubiskups á Hólum, var ágætis mæting. „120 manns voru í messukaffinu á sunnudag sem var á milli messu og hátíðardagskrár. Hátt í fjörtíu manns voru í útgáfuhátíð sálmabókanna á laugardag. Tveir gengu upp í Gvendarskál,“ sagði Gísli þegar Feykir leitaði frétta.
Meira