Mannlíf

Hljómsveitin Herramenn rigga upp tónleikum :: „Vonumst til þess að okkar fólk mæti“

Í ár eru 35 ár síðan safnplatan Bongóblíða kom út en þar átti hin fornfræga hljómsveit af Króknum, Herramenn, fjögur lög, þau fyrstu sem þeir tóku upp og gáfu út. Bandið var ekki í slæmum félagsskap því aðrar landsþekktar hljómsveitir áttu lög á plötunni líkt og Greifarnir, Stuðkompaníið, Sálin hans Jóns míns, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og Jójó frá Skagaströnd.
Meira

Rögnvaldur Valbergsson handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2023

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki fyrr í dag að viðstöddu fjölmenni. Sólborg S. Borgarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, setti hátíðina og í kjölfarið veitti Sigurður Bjarni Rafnsson, varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Rögnvaldi Valbergssyni Samfélagsverðlaun sveitarfélagsins. Þá var tilkynnt um úrslit vísnakeppninnar og að endingu opnaði Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, myndlistarsýningu Maríu Carmelu Torrini sem einnig var viðstödd og fékk blómvönd að launum.
Meira

Sæluvikan heldur menningunni á tánum

Árleg Sæluvika Skagfirðinga verður sett sunnudaginn 30. apríl í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki. Það er Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði, sem ber hitann og þungann af að koma saman dagskrá Sæluvikunnar. Feykir hafði samband við Hebu.
Meira

Snyrtistofan Blær hefur opnað á Hvammstanga

Snyrti- og förðunarfræðingurinn Rakel Sunna Pétursdóttir hefur opnað snyrtistofuna Blæ á Hvammstanga. Þar mun hún bjóða upp á allar helstu snyrtimeðferðir; andlitsmeðferðir, litun og plokkun/vax, vaxmeðferðir, handsnyrtingu og fótsnyrtingu og nudd. Rakel Sunna hóf starfsemi þann 11. apríl og segir viðtökurnar hafa verið góðar.
Meira

Umboðsmaður barna heimsótti Húnaþing vestra

Mánudaginn 17. apríl heimsótti Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ásamt starfsfólki embættisins, Húnaþing vestra. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að byrjað var á því sýna gestunum grunnskólann þar sem þau fengu m.a. kynningu á skólastarfinu frá nemendaráði skólans.
Meira

Plokkað á Skagaströnd á sunnudaginn kemur

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir á vef Skagastrandar en sveitarfélagið stendur fyrir plokkdegi nú á sunnudag, þann 30. apríl. Þá eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að skanna sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga var að þessu sinni í umsjón Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. Venju samkvæmt var mætingin í Húnaþingi vestra með miklum ágætum en á þriðja hundruð manns mættu í skrúðgöngu, skemmtun og sumarkaffi.
Meira

Kristín Sigurrós ráðin í starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Kristín Sigurrós Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga en hún tekur við starfinu af Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem mun láta af starfi forstöðumanns í sumar. Í frétt á vef Skagafjarðar kemur fram að starf forstöðumanns felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bókasafns svo sem rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun, stjórnun, skipulag safnkennslu, umsýslu og fleira. Forstöðumaður kemur fram fyrir hönd safnsins og sér um kynningarmál þess, skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir faglega starfsemi þess.
Meira

Hefur þig dreymt um að sofa í kirkju?

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir að Hótel Blönduós, sem opnar að nýju 15. maí eftir gagngerar endurbætur og upplyftingu, hefur skellt í Facebook-leik í tilefni opnunarinnar þar sem spurt er: Hefur þig dreymt um að sofa í kirkju? Heppinn vinningshafi fær síðan gistingu fyrir tvo í gömlu kirkjunni í Gamla bænum. Feyki lék forvitni á að vita hvað væri eiginlega í gangi á Blönduósi og hafði samband Pétur Oddberg Heimisson, markaðs- og sölustjóra.
Meira

Eldri nemendur Höfðaskóla lærðu um skyndihjálp

Í síðustu viku sóttu nemendur 9. og 10. bekkjar Höfðaskóla á Skagaströnd námskeið í skyndihjálp. Fram kemur á heimasíðu skólans að markmið námskeiðsins var að kynna nemendur fyrir grunnatriðum skyndihjálpar þannig að þau öðlist lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Meira