Mannlíf

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra fyrir árið 2022 voru veittar í miðri vikunni við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt um 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Að þessu sinni voru þrjár viðurkenningar.
Meira

Ævintýraferð nemenda unglingastigs Grunnskólans austan Vatna

Skólarnir eru komnir á fullt að hausti eins og lög og reglur gera ráð fyrir og þar er ávallt líf og fjör. Á heimasíðu Grunnskólans austan Vatna segir varaformaður nemendaráðs, Ingunn Marín B. Ingvarsdóttir, hressilega frá hinni árlegu Ævintýraferð nemenda unglingastigs skólans. Áð var á Fjalli í Kolbeinsdal og mun ferðin hafa heppnast vel í alla staði.
Meira

Þeyst um Þingeyjarsveitir : Á mjúkum moldargötum...

Það hefur löngum verið umtalað meðal hestamanna að fá landsvæði séu jafn greið yfirferðar ríðandi mönnum og Þingeyjarsýslur. Eru lýsingar á endalausum moldargötum og skógarstígum slíkar að þeir sem ekki hafa sannreynt, liggja andvaka með vonarneista í brjósti um að brátt muni þeir fá að máta sig við dýrðina.
Meira

„Stærsta ógn heilbrigðiskerfisins í dreifbýli er mönnunarvandinn“

Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum okkar á Norðurlandi vestra undanfarin ár, líkt og víðast hvar í veröldinni eftir baráttu við heimsfaraldur kórónuveirunnar illvígu. Veiran hefur að líkindum ekki sagt sitt síðasta en svo virðist sem nú hafi tekist að temja hana að einhverju leyti. Í tilefni af því hafði Feykir samband við Örn Ragnarsson sem er framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) en undir hann falla m.a. lækningar, rannsóknarstofur, röntgen, sjúkraflutningar og sálfélagsleg þjónusta. Að hluta starfar Örn svo sem heimilislæknir á Sauðárkróki.
Meira

Það er eins og almáttugur eigi endalausar birgðir þokuskýja

Um liðna helgi voru víða aðal smölunar og réttardagar haustsins. Skaginn austanverður skiptist í nokkur gangasvæði og var Hafragilsfjallið og Sandfellið smalað í blíðviðri á föstudaginn, en þar er féð rekið framfyrir Þverárfjallsveginn og í veg fyrir Enghlíðinga enda að lang mestu leiti kindur þaðan. Almennur gangnadagur var síðan áætlaður á laugardaginn en þann dag varð tæplega sauðljóst vegna þoku og hreifði sig ekki nokkur maður nema flokkur mikill sem gekk Tindastólinn undir styrkri stjórn Friðriks Steinssonar.
Meira

Friðrik Þór temur og kennir við Wiesenhof-búgarðinn í Þýskalandi

Síðast var Dagur í lífi í heimsókn hjá Björk Óla og Sossu á bráðadeildinni í Sacramento í Bandaríkjunum en þaðan einhendumst við hálfan hnöttinn og lendum í Þýskalandi. Þar snögghemlum við í þorpinu Marxzell-Burbach nyrðst í Svartaskógi, skógi vöxnum fjallgarði í suðvesturhorni Þýskalands. Við bönkum upp á hjá Friðriki Þór Stefánssyni, 27 ára gömlum skagfirskum tamningamanni og reiðkennara við einn stærsta Íslandshesta-búgarð landsins.
Meira

Líf atvinnumanns í fótbolta er bæði skrítið og mikið ævintýri

Nú í leikmannaglugganum í júlí var ákveðið að styrkja lið Stólastúlkna fyrir lokaátökin í Lengjudeildinni. Rakel Sjöfn Stefánsson kom frá liði Hamranna á Akureyri en hún hafði spilað með liði Tindastóls sumarið 2020 og tvær stúlkur komu alla leið frá Ástralíu; hin 18 ára ástralska/maltneska Claudia Jamie Valetta og hin þrítuga Melissa Alison Garcia. Hún er bandarísk að uppruna, frá San Diego í Kaliforníu, en er einnig með lúxemborgskt vegabréf. Hún spilar ýmist á miðjunni eða frammi og er kraftmikill reynslubolti en hún er þegar búin að skora tvö mörk í fimm leikjum með Stólastúlkum.
Meira

Svipmyndir frá vel heppnaðri Dylanhátíð á Skagaströnd

Bob Dylan er án efa einn merkasti listamaður samtímans. Hann er búinn að vera lengi að. Gefið út plötur í 60 ár og verið skrýddur flestum verðlaunum og enn er í fersku minni þegar hann var of upptekinn að mæta til að taka á móti nóbelsverðlaununum. Árið 2021 náði hann þeim merka áfanga að verða áttræður. Þá stóð til að halda hátíð honum til heiðurs á Skagaströnd en það þurfti að fresta henni þegar enn ein bylgja veirunnar lét á sér kræla.
Meira

180 ára afmæli aldarinnar í Miðgarði

Það var heljarins húllumhæ í Miðgarði um síðustu helgi en þá héldu sex æskuvinir upp á 180 ára afmæli sitt – samanlagt. Þeir urðu allir þrítugir á síðasta ári en þá mátti auðvitað ekki halda neinar stórveislur. Nú voru kapparnir klárir í slaginn og var öllum boðið í menningarhúsið góða en þar var boðið upp á skemmtun og sveitaball að hætti hússins. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir eitt afmælisbarnið, Birgi Þór Guðmundsson frá Stóru-Seylu, og fékk myndir til birtingar frá Jóndísi Ingu Hinriksdóttur sem sá um að fanga viðburðinn og gesti á myndir.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Það gleður ætíð augað að sjá vel hirtar lóðir og hús. Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra auglýsir nú eftir ábendingum um garða og svæði sem eiga slíka viðurkenningu skilið.
Meira