feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
04.11.2023
kl. 08.00
gunnhildur@feykir.is
Í 39. tölublaði Feykis var birt viðtal við séra Döllu Þórðardóttur sem nú er á tímamótum. Um miðjan septembermánuð sagði Feykir frá því að séra Dalla Þórðardóttir hefði lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Séra Dalla tók við embætti í Miklabæjarprestakalli í júníbyrjun 1986. Hún er fædd í Reykjavík 21. mars 1958, elst fjögurra systra, alin upp í höfuðstaðnum til að byrja með og var í Miðbæjarskóla í 7 ára bekk en flutti svo í Kópavoginn. Foreldrar hennar eru Þórður Örn Sigurðsson, latínu- og spænskukennari með meiru og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem var fyrsta konan til að taka prestvígslu á Íslandi árið 1974, en það höfðu verið skiptar skoðanir á því hvort leyfa ætti konum að vinna þetta starf.
Meira