Mannlíf

Rithöfundakvöld í Skagafirði

Fjórir rithöfundar heimsækja Skagafjörð miðvikudagskvöldið 15.nóvember klukkan 20:00. Það er sennilega mest viðeigandi að taka á móti þessum flottu höfundum á Héraðsbókasafni okkar Skagfirðinga við Faxatorg.
Meira

Dagur umburðarlyndis

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að í dag gengu nemendur og starfsfólk Höfðaskóla á Skagströnd eina mílu, í tilefni dags umburðarlyndis.
Meira

Burnirót í Huldulandi

Í Huldulandi í Skagafirði búa hjónin María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson og hafa þau undanfarin ár verið að prófa sig áfram í ræktun burnirótar sem nytjaplöntu. Burnirótin er gömul og vel þekkt lækningajurt og allmikið rannsökuð. Björn í Sauðlauksdal sagði í Grasnytjum að hún væri góð við ,,ógleði” en þá var átt við að manni væri ekki glatt í geði. Nútíma rannsóknir hafa staðfest að hún getur haft jákvæð áhrif á andlega líðan.
Meira

Dalla á tímamótum

Í 39. tölublaði Feykis var birt viðtal við séra Döllu Þórðardóttur sem nú er á tímamótum. Um miðjan septembermánuð sagði Feykir frá því að séra Dalla Þórðardóttir hefði lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Séra Dalla tók við embætti í Miklabæjarprestakalli í júníbyrjun 1986. Hún er fædd í Reykjavík 21. mars 1958, elst fjögurra systra, alin upp í höfuðstaðnum til að byrja með og var í Miðbæjarskóla í 7 ára bekk en flutti svo í Kópavoginn. Foreldrar hennar eru Þórður Örn Sigurðsson, latínu- og spænskukennari með meiru og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem var fyrsta konan til að taka prestvígslu á Íslandi árið 1974, en það höfðu verið skiptar skoðanir á því hvort leyfa ætti konum að vinna þetta starf.
Meira

Með Sturlungu á heilanum

Á morgun laugardaginn 4. nóvember milli klukkan 16:00 og 18:00 verður útgáfuhóf í Kakalaskála sem staðsettur er á bænum Kringlumýri í Skagafirði. Tilefnið er útgáfa á vefnámskeiði þar sem Sturlungasérfræðingarnir Einar Kárason rithöfundur, Óttar Guðmundsson rithöfundur og geðlæknir, Sigríður Sigurðardóttir sagnfræðingur og fræðimaður og Sigurður Hansen eigandi Kakalaskála, rekja þráðinn í gegnum Sturlungu með sínu lagi. Þau segja frá því sem þeim þykir markverðast svona nokkurn veginn í tímaröð og taka í leiðinni ýmsa óvænta vinkla á menn og málefni.
Meira

Haustfundur félags eldri borgara í Húnaþingi vestra

Haustfundur félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 25. okt. og hefst hann klukkan 14:00. Allir félagar eru hvattir til þess að mæta og koma sínum skoðunum á framfæri.
Meira

Ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson

Væntanleg er ljóðabókin, Hafið... 20 cm í landabréfabók. Boðið er upp á sammannlegar hugleiðingar á mannamáli og stiklað á stóru um hugðarefni rúmlega fertugs karlmanns og sýn hans á lífið.
Meira

Hrekkjavaka í Glaumbæ

Það verður hryllilega gaman í Glaumbæ laugardaginn 28. október frá kl. 18-21. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá. Í baðstofunni verða draugasögur og fróðleikur um gömul hindurvitni og uppruni hrekkjavökunnar til umfjöllunar. Í Áshúsi verður smá vinnustofa fyrir yngri kynslóðina þar sem hægt verður að skera út grasker og rófur. Einnig verður mögulegt að kaupa léttar veitingar. Börn 12 ára og yngri skulu vera í fylgd með fullorðnum og það gæti verið betra fyrir viðkvæmar sálir á öllum aldri að hafa fylgdarfólk sér til halds og trausts.
Meira

Bleikt boð á Löngumýri í Skagafirði

Í tilefni af bleikum október verður haldið Bleikt boð til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar, fimmtudagskvöldið 26. október á Löngumýri. Húsið opnar kl. 18:30
Meira

Góðgerðartónleikar í minningu Skúla

Skúli Einarsson, bóndi og tónlistarmaður frá Tannstaðabakka í Hrútafirði, lést í nóvember 2021 af völdum krabbameins. Í kjölfarið varð til sú hugmynd að halda góðgerðartónleika í minningu hans til að varpa ljósi á hans tónlistarferil og þá áhrifavalda sem mótuðu hann í gegnum hans spilamennsku. Tónleikarnir verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 21. október og hefjast kl. 20:00. Hægt er að kaupa miða á adgangsmidi.is eða við dyr.
Meira