Mannlíf

SSNV leitar að liðsfélaga

Á vef SSNV kemur fram að þau eru að leita að öflugum, framsýnum og markaðsþenkjandi verkefnastjóra til að styrkja við framþróun í menningar-, atvinnu-,og markaðsmálum landshlutasamtakanna. Þau leita að einstakling sem er tilbúinn til að vinna með þeim að eflingu svæðisins og taka þátt í spennandi vegferð og uppbyggingu. 
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð

Inn á vef Húnabyggðar segir frá íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Meira

Nemendur í Varmahlíð galdra fram útilistaverk

Nú eruskólarnir komnir á full og alltaf eitthvað gaman í gangi. Margt áhugavert og skondið má finna á heimasíðum skólanna og á síðu Varmahlíðarskóla má lesa um að nemendur fengu það verkefni á dögunum að búa til listaverk úr því hráefni sem náttúran gefur af sér, t.d. með steinum, greinum, könglum, grasi og ýmsu fleiru.
Meira

Meistari meistaranna

Nú verður hitað upp fyrir veturinn með körfuboltaveislu í Síkinu sunnudaginn 24.september, þegar Íslandsmeistararnir í Tindastól bjóða bikarmeistarana í Val í heimsókn og spila um titilinn Meistari meistaranna. Dómarar verða væntanlega mættir með nýja samninga uppá vasann til að blása flautur 19:15. Hamborgararnir, Tindastólsvarningurinn og árskortin verða til sölu á staðnum.
Meira

Tilefni til frekari rannsókna á Hóli

„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær símtal um að mannabein hafi komið í ljós við framkvæmdir þótt vissulega gerist það annað slagið. Það kom því verulega á óvart þegar starfsmenn RARIK tilkynntu um fund mannabeina á Hóli í Sæmundarhlíð,“ segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, þegar Feykir innir hann eftir beinafundi við bæinn Hól í Sæmundarhlíð sem Feykir.is sagði fyrst frá í ágúst. Guðmundur segir að beinin hafi fundist í grunnum skurði þegar verið var að leggja nýja heimtaug að bænum.
Meira

Búið ykkur undir stórsýningu í Reiðhöllinni

Á Laufskálaréttarsýningunni, sem verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn 29. september, mætast þeir þættir sem skapa þá menningu sem fólk leitast við að upplifa þegar Laufskálaréttarhelgin gengur í garð; hestar, söngur, sögur og gleði.
Meira

Sjóndeildarhringur sveitarstjórnarfólks víkkaður

Oft hefur verið rætt um mikilvægi fræðslu fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og ýmsar leiðir verið farnar til að koma til móts við þá þörf. Undanfarin kjörtímabil hafa ýmis landshlutasamtök sveitarfélaga skipulagt fræðsluferðir fyrir kjörna fulltrúa og bæjar- og sveitarstjóra til að kynna sér hvað efst er á baugi hjá nágrannaþjóðum. Í hópi þessara landshlutasamtaka eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem ákváðu snemma á þessu ári að skipuleggja sameiginlega ferð til Skotlands.
Meira

Malen gefur út nýtt lag

Malen Áskelsdóttir, sem við þurfum nú ekki að kynna fyrir fólki, er að gefa út nýtt lag á öllum helstu streymisveitum, núna næstkomandi föstudag. Lagið „Right?“ samdi hún fyrir rúmu ári síðan. Upptökuferlið byrjaði svo í maí á þessu ári og tók nokkra mánuði. Malen samdi lag og texta og það var Baldvin Hlynsson sem útsetti lagið með henni og sá um hljóðblöndun.
Meira

Lionsmenn höfðinglegir að vanda

Höfðingleg gjöf Lionsklúbbs Sauðárkróks, til HSN á Sauðárkróki var afhent í dag. Það voru þeir, Valgeir Kárason, Jón Eðvald Friðriksson og Halldór Hjálmarsson sem afhentu tækið fyrir hönd Lionsmanna. Nýburagulumælir/blossamælir er gjöfin sem umræðir. „Á síðustu árum höfum við þurft að senda töluvert af nýbökuðum foreldrum og nýburum á fyrstu dögum eftir fæðingu til Akureyrar til að meta nýburagulu, þar sem hér hefur ekki verið til tæki til að mæla eða meta slíkt,“ segir Anna María Oddsdóttir ljósmóðir HSN á Sauðárkóki.
Meira

Tvennir útgáfutónleikar um helgina

Hljómsveitin Slagarasveitin frá Hvammstanga heldur tónleika í tilefni af útgáfu nýrrar plötu. Um er að ræða tólf laga plötu sem ber nafn sveitarinnar. Tónleikarnir verða tvennir. Í Iðnó Reykjavík föstudaginn 22. september og Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Tónleikarnir hefjast báðir klukkan 20:30 og er það Ásdís Aþena ungstirni frá Hvammstanga sem opnar tónleikana. Miðasala fer fram á adgangsmidi.is og við hurð, meðan húsrúm leyfir.
Meira