Mannlíf

Inga Heiða í úrslitum jólaleiks Póstsins

Það poppa ýmsir upp með hressa og skemmtilega leiki þegar líður að jólum og þar er Pósturinn engin undantekning. Þar á bæ hafa menn síðustu daga staðið fyrir leitinni að svakalegustu jólapeysunni og þátttakan var það góð að Póstmenn treystu sér ekki til að velja sigurvegara. Því fer nú fram kosning milli sjö þátttakenda um svakalegustu jólapeysuna. Að sjálfsögðu er Skagfirðingur í hópnum, Inga Heiða Halldórsdóttir frá Miklabæ í Óslandshlíðinni.
Meira

Jólahúnar á Hvammstanga í kvöld

Jólatónleikar Jólahúna verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld. Rannveig Erla skipuleggjandi tónleikanna segir að æfingar hafa gengið mjög vel og er spenningur fyrir tónleikum kvöldsins.
Meira

Jólagaman í Varmahlíðarskóla

Síðasta vikan fyrir jólafrí þykir sennilega flestum nemendum í grunnskólum landsins skemmtilegur tími enda er ýmislegt brallað og skólastarfið brotið upp með ýmsu jólatengdu gamani. Þetta má glögglega sjá á heimasíðu Varmahlíðarskóla í Skagafirði þar sem sjá má fréttir og myndir af piparkökuhúsakeppni, jólavinnu á yngsta stigi og rökkurgöngu.
Meira

USVH er Fyrirmyndarhérað ÍSI

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga fékk árið 2019 viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Mánudaginn 11. desember síðastliðinn fékk USVH síðan endurnýjun þessarar viðurkenningar. Var það Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem afhenti formanni íþróttahéraðsins, Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur viðurkenninguna.
Meira

Lilla ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku

Vísir.is sagði frá því í gær að Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku en hún hefur á síðustu misserum leitt útrás hugbúnaðarfyrirtækisins þar í landi. Nafnið hringir kannski ekki endilega hraustlega bjöllum hjá lesendum Feykis en Jóhanna er alin upp á Króknum en sennilega muna fleiri eftir henni Lillu í fótboltabúning og með boltann undir hendinni.
Meira

20 ára afmæli Ámundakinnar

Nú á mánudaginn verða liðin 20 ár frá því að Ámundakinn ehf. var sett á laggirnar. Af því tilefni er gestum og gangandi boðið til veislu í þjónustukjarnanum á Blönduósi á milli kl. 15 og 17 þar sem boðið verður upp á kaffi og tertubita líkt og Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, komst að orði í samtali við Feyki.
Meira

Jólin heima héldu áfram að toppa sig

Jólatónleikarnir Jólin heima er hugmynd sem varð til í COVD heimsfaraldrinum og hefur svo stækkað með hverju árinu síðan upphafið var fyrir fjórum árum síðan. Það má segja að COVID hafi ekki verið slæmt af öllu leyti því margar góðar hugmyndir urðu til og fólk fór að hugsa út fyrir boxið.
Meira

Jólavaka í Höfðaborg

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna. Notaleg kvöldstund í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra frumsýnir Þyt í laufi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi- ævintýri við árbakkann. Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild. Handritið var þýtt af Ingunni Snædal sem nýverið var valin í dómnefnd bókmenntaverðlauna Dyflinnar á Írlandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingunn þýðir fyrir leikflokkinn en þýddi hún einnig handritið að Hér um bil Húnaþing sem leikflokkurinn sýndi 2017.
Meira

Mjög vel mætt á jólatónleika Tónlistarskóla A-Hún

Tónlistarskóli Austur-Húnavatnssýslu hélt þrenna jólatónleika í liðinni viku. Hugrún Sif tónlistarskólastjóri tjáði Feyki að mæting á tónleikana hafi verið mjög fín en nemendur sem komu fram á tónleikunum voru á aldrinum 6-66 ára.
Meira