Mannlíf

Kynslóðaskipti á vélum og mönnum : Rætt við Pál Sighvatsson

Það eru framundan kynslóðaskipti við stjórnvölin á Vélaverkstæði KS þegar Páll Sighvatsson lætur af störfum eftir 35 ára starf. Hann segir sjálfur að „...þetta sé eins og með vélarnar, maður úreldist.“ Það vill einmitt svo skemmtilega til að um miðjan desember á síðasta ári tóku starfsmenn Vélaverkstæðis KS í notkun nýja fræsivél.
Meira

Gáfu HSN raförvunartæki í tilefni af 30 ára afmæli K-Taks

Ljóst er að margar stofnanir væru fátækar af tækjabúnaði ef ekki væri fyrir velvild félagasamtaka, einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tækjakaupum. Á dögunum mætti Knútur Aadnegard í sjúkraþjálfun HSN á Sauðárkróki með höfðinglega gjöf frá fyrirtæki sínu K-Tak í tilefni 30 ára afmæli þess.
Meira

„Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn!“

Á síðasta ári urðu tveir leikmanna kvennaliðs Tindastóls fyrir því að elta leiðinlegasta tískufyrirbærið í fótboltanum; krossbandsslit. Fyrst var það Kristrún María Magnúsdóttir sem lenti í þessum óskunda á slitinni gervimottunni í Boganum á Akureyri og síðan lenti Bergljót Ásta Pétursdóttir í þessum hremmingum í Garðabænum um mitt síðasta sumar. Krossbandsslit eru með ólíkindum algeng í kvennaboltanum og óskaplega erfið meiðsli með langri endurhæfingu. Það þarf bein í nefinu til að ganga í gegnum þetta ferli.
Meira

Drenglyndi í knattspyrnuheimum

Í tilkynningur á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Tindastóls var greint frá því í dag að stjórn knattspyrnudeildar, ásamt stjórn barna & unglingaráðs Tindastóls, hafi haft samband við Hauk Einarsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, og tilkynnt honum að knattspyrnudeildin muni fella niður mótsgjöld á fótboltamótum sem hún mun halda í sumar fyrir iðkendur Grindavíkur.
Meira

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Örn og Hildur taka við rekstri Hótel Blönduóss

Hótel Blönduós var opnað að nýju eftir gagngerar breytingar síðastliðið vor. InfoCapital ehf., fjárfestingafélag í eigu Reynis Grétarssonar og viðskiptafélaga, hefur frá haustinu 2022 staðið að uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi. Nú þegar sér fyrir endann á framkvæmdunum hefur verið ákveðið að eigendur og rekstraraðilar Hótels Laugarbakka taki að sér rekstur Hótels Blönduóss og annarra eigna sem eru hluti af verkefninu.
Meira

Fulltrúar Byggðastofnunar kynna starfsemina

Fulltrúar Byggðastofnunar litu við í Ráðhúsinu á Hvammstanga sl. miðvikudagsmorgunn. Þar voru á ferðinni þau Arnar Már Elíasson forstjóri, Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs. Í frétt á síðu Húnaþings vestra kemur fram að þau hafi kynnt umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar en stefna hennar er blómleg byggð um land allt.
Meira

Valli spáir áfram sól í Húnabyggð

Nú undir kvöld var fundað í Félagsheimilinu á Blönduósi varðandi mögulega uppbyggingu á Flúðabakkasvæðinu en þar er stefnt á að byggja íbúðir fyrir íbúa 60 ára og eldri í Húnabyggð. Samkvæmt upplýsingum Feykis var frábær mæting á fundinn og alls konar hugmyndir ræddar, eins og stærð íbúða og hvort fólk vildi bílskúra og annað í þeim dúr. Voru íbúar auðsjáanlega spenntir að sjá hvernig mál muni þróast en vonir standa til þess að fyrstu íbúðir verði tilbúnar í haust.
Meira

Alltaf nóg um að vera í Höfðaskóla

Feykir rakst á skemmtilegar myndir frá heimsókn yngstu nemenda Höfðaskóla á Skagaströnd í hesthús til Fjólu kennara í byrjun árs. „Það var ansi glatt á hjalla bæði hjá nemendum og fjórfætlingum,“ segir í frétt á vef skólans og svo segir; „Það er þakkarvert þegar hestaeigendur eru tilbúnir að taka á móti börnum og leyfa þeim að njóta nálægðar við dýrin.“
Meira

Ferðabókin skreppur í Skagafjörð : Spjallað við Gísla Einars

Ferðabók Gísla Einarssonar (en hvorki Eggerts né Bjarna) verður sýnd í Gránu á Sauðárkróki sunnudaginn 21. janúar kl. 20:30 að staðartíma. Það er Borgfirðingurinn Gísli Einarsson sem stígur þá á stokk en í sýningunni fer Gísli, með aðstoð Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, hringinn í kringum landið og hæðist að heimamönnum á hverjum stað – nema auðvitað Skagfirðingum.
Meira