Mannlíf

Leikflokkur Húnaþings vestra frumsýnir Þyt í laufi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi- ævintýri við árbakkann. Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild. Handritið var þýtt af Ingunni Snædal sem nýverið var valin í dómnefnd bókmenntaverðlauna Dyflinnar á Írlandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingunn þýðir fyrir leikflokkinn en þýddi hún einnig handritið að Hér um bil Húnaþing sem leikflokkurinn sýndi 2017.
Meira

Mjög vel mætt á jólatónleika Tónlistarskóla A-Hún

Tónlistarskóli Austur-Húnavatnssýslu hélt þrenna jólatónleika í liðinni viku. Hugrún Sif tónlistarskólastjóri tjáði Feyki að mæting á tónleikana hafi verið mjög fín en nemendur sem komu fram á tónleikunum voru á aldrinum 6-66 ára.
Meira

Ísbað er rosalega svalt á svo marga vegu

Eins og Feykir sagði frá fyrr í dag þá biðla Skagafjarðarveitur til fólks að sleppa heitu pottunum nú í kuldakastinu. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson baðar sig reyndar ekki upp úr skagfirsku vatni en hann er svalur á því og skellti sér í ísbað í gaddinum. „Ein besta fjárfesting og fíkn sem ég hef komist í, maður verður algjörlega háður því að vera SVALUR,“ segir hann í færslu á Facebook.
Meira

Minningarsjóður Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi fær góða gjöf

Á dögunum komu í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, börn Ástu Karlsdóttur og Ólafs Sveins-sonar fyrrum yfirlæknis til fjölda ára. Tilefnið var að afhenda gjöf í Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi og bjóða upp á tertu.
Meira

Minnihlutinn sá fyrir sér að búa á Norðurlandi vestra í framtíðinni

Vel heppnað Ungmennaþing SSNV, Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra, var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi áhuastdögum. Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að meðal athyglisvsverðustu niðurstaðna þingsins hafi verið að innan við helmingur af þátttakendum sáu fyrir sér að búa í landshlutanum í framtíðinni. „Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar fyrir stjórnmálafólk landshlutans því ef unga fólkið vill ekki búa hér í framtíðinni hver á þá að gera það? “ segir í fréttinni á vef SSNV.
Meira

Þytur í laufi sýnt á Hvammstanga

Á Hvammstanga býr Greta Clough sem er orðin mörgum kunn. Hún er leikhúshöfundur, leikari, leikstjóri og leikskáld. Í fullu starfi býr hún til leikhús bæði frá eigin vinnustofu á Hvammstanga og erlendis. Undanfarin tvö ár hefur hún verið mjög upptekin, með nokkur verkefni í gangi íLettlandi, Noregi, Tékklandi og hér á Íslandi. Greta er margverðlaunuð fyrir verk sín sem hún hefur búið til fyrir börn og fjölskyldurþeirra, en næsta verkefni er að setja á svið leikritið Þytur í laufi með hópi leikara í hennar heimabyggð, Húnaþingi vestra, núna fyrir jólin.
Meira

Upplestur í tilefni ljóðabókaútgáfu

Í dag er formlegur útgáfudagur 8. ljóðabókar Gísla Þórs Ólafssonar, „Hafið... 20 cm í landabréfabók“. Í tilefni af útgáfunni verður blásið til upplestrar í Gránu á Sauðárkróki næstkomandi sunnudag, 19. nóvember, kl. 14. Þar kynnir Gísli nýju bókina og les uppúr henni, auk þess sem stiklað verður á stóru um ferilinn og tekið nokkur lög, en auk ljóðabóka hefur Gísli gefið út 5 hljómplötur á árunum 2012-2022.
Meira

Jólamarkaður á Skagaströnd

Jólamarkaður verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd frá klukkan 13:00-17:00. Markaðurinn verður hinn glæsilegasti og fjölbreytt úrval af gjafavöru, handverki og matvöru til sölu.
Meira

Jólamarkaðir í Lýdó

Jólamarkaðirnir verða tveir í Lýtingstaðahreppi hinum forna í Skagafirði laugardaginn 18. nóvember næstkomandi.
Meira

Jólamarkaður í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi

Dagana 24.-26. nóvember og 8.-10. desember verður jólamarkaður í gamla bænum á Blönduósi í Hillebrandtshúsinun. Markaðurinn verður opinn á föstudag frá 16:00-20:00 og laugardag og sunnudag frá 14:00-18:00.  
Meira