Mannlíf

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra komið í úrslit Skólahreysti

Í dag tók lið Grunnskóla Húnaþings vestra þátt í hasarnum sem Skólhreysti er en keppnin fór fram í Laugardagshöll og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Það var ekki að spyrja að því að Húnvetningarnir komu, sáu og sigruðu sinn riðil og hafa því tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram 25. maí.
Meira

Sigurður Örn til PLAY

Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, frá Geitaskarði í Langadal, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Fram kemur í fréttatilkynningu á netsíðu PLAY að um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Siggi mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins.
Meira

Séra Sigríður skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá og með deginum í dag, 15. apríl 2024. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ en hún lét af störfum þann 1. desember síðastliðinn.
Meira

Undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðs tjaldsvæðis við Sauðárgil

Um miðjan mars auglýsti skipulagsfulltrúi Skagafjarðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki. Staðsetning tjafldsvæðis á Króknum hefur löngum verið bitbein íbúa og lengi verið leitað að hentugri staðsetningu. Tjaldsvæðið við sundlaugina verður senn að víkja vegna byggingar væntanlegs menningarhúss sunnan Safnahúss Skagfirðinga en tillaga um að gera tjaldsvæði við Sauðárgil, norðan Hlíðarhverfis, er umdeild. Hefur nú verið sett af stað undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem hægt er að mótmæla fyrirhuguðum breytingum.
Meira

Ný stjórn kosin hjá Björgunarfélaginu Blöndu

Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn 10. apríl síðastliðinn. Starf félagsins hefur gengið mjög vel sem og rekstur þess. Ný stjórn var kosin á fundinum
Meira

Tæplega 3000 gestir sóttu árshátíðir Árskóla

Á Facebook-síðu Árskóla segir að rík áhersla sé lögð á leiklist í skólanum. Fram kemur að í gær fóru fram síðustu árshátíðarsýningar nemenda á þessu skólaári en alls luku nemendur við 31 metnaðarfulla og vel heppnaða sýningu í Bifröst.
Meira

Kvenfélagið Freyja færði skólanum hjartastuðtæki

Í síðustu viku kom Dagný Ragnarsdóttir, formaður kvenfélagsins Freyju, og færði Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki. Í frétt á netsíðu skólans er tekið fram að vonandi muni gjöfin aldrei koma að notum „…en erum við þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans.“
Meira

Airfryer námskeið Farskólans slær í gegn

Fyrsta námskeiðið í Eldað í Airfryer var haldið í fyrrakvöld og vakti mikla lukku. „Vel heppnað, mikil ánægja, mikið hlegið, mjög gagnlegt, út fyrir þægindaramman í tilraunastarfsemi og dásamlega góður matur, eru þær lýsingar sem við höfum heyrt frá þeim sem tóku þátt,„ segir á Facebook-síðu Farskólans
Meira

Ný stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hélt aðalfund í gær og segir í tilkynningu á Facebook-síðu sveitarinnar að góð mæting hafi verið á fundinn og félagar sammála um að reksturinn gangi vel og tækifæri séu fyrir sveitina til að halda áfram að vaxa og dafna. Á fundinum var ný stjórn kjörin og var Einar Ólason kosinn formaður.
Meira

Útgáfuhóf í Gránu í tilefni af útkomu Skagfirðingabókar 43

Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga fyrir árið 2024, er komin út og verður senn dreift til áskrifenda. Ákveðið er að næstkomandi sunnudag, þann 14. apríl, verði haldið útgáfuhóf í Gránu við Aðalgötuna á Sauðárkróki. Þar verður opið hús frá kl. 14 þar sem bókin verður kynnt og nokkrir af höfundum munu koma þar fram og spjalla við gesti.
Meira