Mannlíf

Varð háð hágæða garni

Helgarut Hjartardóttir er fædd árið 1991 á Sauðárkróki móðir tveggja barna, þeirra Alexíu Nóttar og Baltasars Loka. Hún kemur úr stórum systkinahópi og er viss um að einhverjir kannist við hópinn af Jólamóti Molduxa sem haldið er ár hvert á annan í jólum en þau taka alltaf þátt í því. Helgarut er útskrifuð með BA í sálfræði og stefnir á að fara í klíníska barnasálfræði í náinni framtíð. „Mér finnst mjög mikilvægt að við séum við sjálf og að það sé jákvætt að við séum ekki öll eins. Ein fræg setning sem ég segi oft er „við erum öll skrítin á okkar hátt”. Ekkert skemmtilegra en að fá að vera maður sjálfur en ekki vera fastur í því að reyna að passa inn í einhverja fyrirfram ákveðna staðalímynd. Vil ég því reyna að efla börnin okkar og aðra í því að vera þau sjálf og vera stolt af því“. Helgarut kemst á flug þegar hún byrjar að tala um tilfinningar og heldur því fram að viðtalið gæti tekið aðra og lengri stefnu ef við ætlum að fara inn á þá braut en bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að maður fái þá aðstoð sem maður þarf í uppvextinum til að læra inn á tilfinningarnar.
Meira

Að ná markmiðum sínum er virkilega góð tilfinning

Skagfirðingurinn Þuríður Elín Þórarinsdóttir gerði sér lítið fyrir um miðjan september og hljóp rétt rúma 100 kílómetra í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Reykjavík 16. september síðastliðinn. Bakgarðurinn er hlaup þar sem farinn er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Hringurinn var að þessu sinni í Heiðmörk en hann byrjaði og endaði við Elliðavatnsbæ. Viðtalið var birt í 37.tölublaði Feykis.
Meira

Sjötugs afmælis-tónleikaveislan byrjuð

Miðgarður í Varmahlíð fylltist af fólki í gærkvöldi þegar afmælis-tónleikaveislan hans Óskars Péturssonar hófst. Í viðtalinu hér fyrir neðan sem tekið var fyrir síðasta tölublað Feykis segir Óskar frá því þegar hann ætlaði að halda uppá þrítugs afmælið sitt í Álftagerði en festist í Bakkaselsbrekkunni og var sá eini sem ekki mætti í afmælið, minnstu mátti muna að sagan endurtæki sig þegar Óskar sat fastur á Öxnadalsheiðinni á leiðinni vestur í gær, ásamt hljómsveit og söngkonu, en hlutirnir hafa tilhneygingu til að reddast þegar Óskar er annars vegar og að sjálfsögðu mættu allir, nema Ívar Helgason sem hafði náð sér í flensu. Mikil stemming og gleði var í Miðgarði í gærkvöldi og tónleikarnir frábærir.
Meira

Dansmaraþon Árskóla hófst í morgun

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla hófst í morgun og lýkur í fyrramálið fimmtudaginn 12. október klukkan 10:00. Þá verða krakkarnir búin að dansa í sólarhring. Logi Vígþórsson, danskennari stjórnar dansinum sem fyrr. Upphaf og lok maraþonsins fara fram í íþróttahúsinu en annars dansa 10.bekkingarnir í matsal skólans.
Meira

Kvöldopnun í Aðalgötunni

Notaleg kvöldstund verður á Aðalgötunni á Sauðárkróki þann 11. október frá kl 20:00 til 22:00. Þema kvöldsins er röndótt/rendur og væri gaman að sjá skemmtilegar og mismunandi útfærslur af því hjá fyrirtækjum og öllum sem kíkja til okkar. Happdrætti, sem dregið verður úr eftir kl.22 og allir viðskiptavinir geta tekið þátt með því að skrifa nafn og síma á kvittun og sett í púkk. Hægt er að taka þátt eins oft og maður vill í öllum fyrirtækjunum sem verða með opið á kvöldopnuninni, veglegir vinningar.
Meira

Gleði og gott veður

Þegar veðrið er gott verður allt sem fyrir er frábært aðeins betra. Laufskálaréttarhelgin er liðin og svei mér þá ef hún var ekki bara ennþá skemmtilegri en í fyrra. Er ekki hægt að segja þetta á hverju ári. Þessi helgi toppar sig alltaf. Auðvitað talar maður ekki fyrir alla þegar tekið er svona til orða. En vel heppnuð helgi engu að síður. Sýningin í reiðhöllinni Svaðastöðum var vel sótt og notað hvert einasta sæti í höllinni sem í boði var.
Meira

Áhugamenn um sauðfjárrækt takið eftir

Í kvöld, fimmtudaginn 5. október, heldur Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hrútasýningu í hesthúsinu að Hvammi II í Vatnsdal. Herlegheitin byrja klukkan 20:00 og allir áhugamenn um sauðfjárrækt velkomnir og þið hin eruð velkomin líka. 
Meira

Svakaleg sögusmiðja á Sauðárkróki

Nú er um að gera að fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára að skrá sig á þessa Svakalegu sögusmiðju sem verður á Bókasafninu á Sauðárkróki laugardaginn 7. október frá 13:00-15:00.
Meira

Auglýst eftir efni fyrir „Upplestur“

Leikfélag Blönduóss auglýsir eftir efni fyrir viðburðinn „Upplestur“ sem fyrirhugaður er nú í vetur. Um er að ræða viðburð þar sem leikhópurinn mun lesa upp með leikrænum tilþrifum frásagnir, bréf, dagbókafærslur og annað í þeim dúr sem lífga upp á tilveruna. Takið eftir, sagnafólk og unnendur leyndarmála! Leikfélag Blönduóss býður ykkur ad leggja til kærkomnustu, vandræðalegustu eða áhugaverðustu frásagnir ykkar fyrir næsta viðburð okkar „Upplestur“
Meira

Sjö teymi taka þátt í Startup Storm

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Startup Storm sem hefst 4. október næstkomandi. Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira