„Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði“
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf
28.04.2024
kl. 20.02
Við setningu Sæluvikunnar í dag voru afhent Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024 en verðlaunin eru þakklætisvottur samfélagsins til einstaklinga, fyrirtækja stofnana eða félagasamtaka sem þykja hafa staðið sig vel í eða efla skagfirskt samfélag. Að þessu sinni voru það hjónin Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir og Árni Björn Björnsson, oft kenndur við Hard Wok Café, sem hlutu viðurkenninguna.
Meira