Mannlíf

Það eru bara 25 tímar í sólarhringnum...

Björgvin Brynjólfsson býr í Vogahverfinu í Reykjavík en er alla jafna einn alharðast stuðningsmaður Kormáks/Hvatar í fótboltanum og einn af spekingunum á bak við aðdáendasíðuna. Þá er kappinn formaður meistaraflokksráðs liðsins en er að auki gæðastjóri hjá Vegagerðinni. Þar sem hann fékk óvart sendan spurningalista sem fylgdi nokkurra ára gömlu ársuppgjöri hefur Feykir upplýsingar um að Björgvin er sporðdreki „...með öllum tilheyrandi kostum og löstum.“ Þau þrjú orð sem honum finnst lýsandi fyrir árið eru; árangur uppferð og hamingjja – sem segir manni að árið hans hafi verið vel yfir meðallagi.
Meira

Græni salurinn reyndist frábær kvöldstund

Það var eðalstemning í Bifröst síðastliðið föstudagskvöld þegar breiður hópur skagfirsks tónlistarfólks steig á marrandi sviðið og gerði heiðarlega tilraun til að lyfta þakinu af gamla kofanum á tónleikunum Græni salurinn. Tíu grúbbur mættu til leiks og sumt listafólkið í mörgum eins og vill verða þegar múltítalentar leiða saman hesta sína. Feykir heyrði hljóðið í þremur köppum að tónleikum loknum og fékk lánaðar nokkrar myndir.
Meira

Takk pabbi

Hrefna Jóhannesdóttir, skógræktarbóndi á Silfrastöðum og sviðstjóri skógarþjónustu hjá Skógræktinni, féllst á að gera upp árið í Feyki. Hún situr einnig í sveitarstjórn Skagafjarðar og segir það vera afar gefandi og hvetjandi að umgangast gott og skemmtilegt fólk.
Meira

Hver vill ekki skella bévaðri verðbólgunni á brennuna?

Þá er það Blönduósingurinn Guðmundur Haukur Jakobsson sem gerir upp árið. Ef rennt er yfir upplýsingar á Facebook-síðu hans má sjá að hann er forseti sveitarstjórnar í Húnabyggð, matreiðslumaður og kúskari í félagsheimilinu á Blönduósi og pípulagnameistari hjá N1 píparanum. Í haust varð hann síðan einn alfrægasti eldislaxaháfari landsins. Ætli það liti uppgjör ársins?
Meira

Eru ekki allir klárir í Gamlárshlaupið?

Í tilefni af sjötugsafmæli Árna Stefánssonar verður Gamlárshlaup skokkhópsins haldið á nýjan leik á Sauðárkróki þann 31. desember. Hlaupið hefst kl. 13 en skráning hefst klukkutíma fyrr við íþróttahúsið á Króknum en þaðan verður einmitt hlaupið. Ekkert þátttökugjald verður en þeir sem munu spretta úr spori eiga engu að síður möguleika á sleppa að veglegum útdráttarverðlaunum að hlaupi loknu.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Það styttist óðum í að árið 2023 renni sitt skeið á enda. Að venju verður árið kvatt og nýju ári fagnað á Nirðurlandi vestra með áramótabrennum og flugeldasýningum eins og hefð er fyrir. Þeir ferskustu munu vafalaust spretta úr spori í Gamlárshlaupi eða einhverju viðlíka fyrr um daginn áður en hafist verður handa við eldamennskuna. Feykir stiklar á stóru í dagskrá gamlársdags á svæðinu okkar.
Meira

Setti persónulegt fundamet á einum degi

Það er Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu sem gerir upp árið í þetta skiptið. Hún er ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Hún vonast eftir góðu veðri árið 2024.
Meira

Gítarpartý á Sjávarborg

Í kvöld föstudaginn 29. desember er kvöldið til að skella sér í betri fötin og hita upp fyrir áramótin. Opið verður lengur á Sjávarborg á Hvammstanga og ætla Elvar Logi og Hrund að halda uppi stuðinu fram á nótt. Blaðamaður hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þarna verði brjálað stuð. 
Meira

Af jólaböllum í Fljótum

Það er tími jólaballanna þessa dagana en það má fullyrða að heldur hafi þeim nú fækkað frá því sem áður var. Í skemmtilegri færslu á Facebook-síðunni Sveitin okkar – Fljótin segir Halldór Gunnar Hálfdansson á Molastöðum frá því að í fyrsta sinn sem hann hitti tengdaforeldra sína þá hafi það verið á jólaballi í Ketilási. „... og þá á ég ekki við fjölskyldujólaball, heldur eitthvað sem minnti á þorrablót með fullmannaðri hljómsveit, hinnum rómuðu Gautum frá Siglufirði.“
Meira

Vill skella öllum tegundum af almennum leiðindum á brennuna

Þá er komið að Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi á Hólum í Hjaltadal að gera upp árið í Feyki. Gísli var vígður í embættið í ágúst 2022 en áður þjónaði hann sem prestur í Glaumbæjarsókn. Hann hefur leyst af í Skagafjarðarprestakalli nú yfir aðventuna enda aðeins tveir prestar starfandi sem stendur í sókninni.
Meira