Mannlíf

Miðar á Laufskálaréttarballið komnir í sölu

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina, en það eru þeir Siggi Doddi, Adam Smári og Viggó Jónsson sem eru mennirnir á bak við stóra Laufskálaréttarballið sem haldið verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum laugardaginn 30. september næstkomandi.
Meira

Frændgarður fær andlitslyftingu

Frændgarður sem er eitt af þremur húsum Vesturfarasetursins á Hofsósi fékk á dögunum andlitslyftingu. Málningavinnan tók ótrúlega stuttan tíma en að sögn Guðrúnar Þorvaldsdóttur hjá Versturfarasetrinu var húsið sprautað. Snillingarnir sem unnu verkið voru þeir Erling Sigurðsson málari og Fjólmundur Traustason, sem stjórnaði bíllnum, en mikið af verkinu var unnið úr körfu á vörubíl því þökin eru mjög brött.
Meira

Gullborgurum Húnabyggðar boðið á hlaðborð hjá B&S

Gullborgurum í Húnabyggð var boðið á fiskihlaðborð og meðlæti á veitingastaðinn B&S á Blönduósi í gær. Feykir hafði sambandi við Björn Þór eiganda B&S sem segir þetta einungis til gamans gert. „Okkur hjónunum finnst þetta gefandi og gaman.“ segir Björn en hugmyndin kviknaði í Covid en þá var matnum keyrt í hús. Síðan hefur þetta haldið áfram.  
Meira

Helgistund í Sjávarborgarkirkju

Sunnudaginn 10. september kl. 14 verður helgistund í Sjávarborgarkirkju í Skagafirði en 40 ár eru liðin síðan kirkjan var endurvígð. Félagar úr kirkjukór Sauðárkrókskirkju leiða sálmasöng og Rögnvaldur Valbergsson organisti spilar undir á harmoniku. Kaffisopi og kleinur eftir stundina. Séra Sigríður Gunnarsdóttir býður alla velkomna. 
Meira

Stór gangna- og réttahelgi framundan

Það er útlit fyrir kalda og blauta smala- og réttahelgi hjá okkur hér á Noðurlandi vestra, um helgina. Þegar litið er yfir gangnaseðla í fjórðungnum má sjá að mjög margir hafa verið við smölun síðustu daga eða eru í þann mund að reima á sig gangnaskóna. Það eru flestir dagar helgarinnar undir en nær þó aðeins fram yfir þessa helgina því ekki er réttað fyrr en á mánudag í Silfrastaðarétt í Blönduhlíð í Skagafirði.
Meira

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann hófst í gærmorgun þegar það var sett í sautjánda sinn en að þessu sinni fór setningin fram Helgafellsskóla í Mosfellsbæ. Verkefninu lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum www.iwalktoschool.org miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Meira

Tvíburamet í Árskóla

Nú eru skólar byrjaðir og börn sem fædd eru árið 2017 hófu skólagöngu sína í haust á landinu öllu. Í Árskóla stigu 44 börn sín fyrstu skref í grunnskóla og er það eitt og sér kannski ekki í frásögur færandi en það sem er skemmtilegast frá að segja er að í þessum árgangi í skólanum eru fimm tvíburapör.
Meira

Afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem sigldu frá Sauðárkróki

Föstudaginn 8. september munu sjálfboðaliðar Icelandic Roots, auk félaga frá Norður-Ameríku, standa fyrir opinberri athöfn við Sauðárkrókskirkjugarð sem felst í afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem fóru til Bandaríkjanna og Kanada rétt eftir aldarmótin 1900 frá Sauðárkrókshöfn. Athöfnin hefst kl. 14:00.
Meira

Frábær mæting á sýningaropnun Heima/Home

Um 150 manns lögðu leið sína í Hillebrandtshúsið á Blönduósi á laugardaginn 2. september á opnunardegi sýningarinnar Heima/Home. Þar sýna 20 listamenn af Norðvesturlandi verk sín sem öll tengjast hugmyndinni um hvað heimilið er. Gestir fá einnig tækifæri til að deila sínum sögum eða hugmyndum af heimilinu á samfélagsvegg í sýningarrýminu.
Meira

„Það er mjög gaman að vera hluti af þessu liði“ segir Gwen Mummert

Það var ljóst fyrir tímabilið í Bestu deildinni að lið Tindastóls yrði að styrkja sig. Augljóslega þurfti að finna markvörð í stað Amber Michel sem ákvað að freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Í hennar stað kom Monica Wilhelm og á sama tíma gekk Gwen Mummert til liðs við Stólastúlkur. „Gwen er gríðarlega sterk og fljót, er góð á boltanum, með góðar sendingar og mjög sterk i föstum leikatriðum. Mörg lið voru á höttunum eftir Gwen og mikil ánægja er með að hún hafi valið að koma á Krókinn,“ sagði Donni þjálfari við Feyki þegar þær stöllur voru kynntar til sögunnar.
Meira