Mannlíf

Góðir gestir heimsóttu Háskólann á Hólum

Í vikunni fékk Háskólinn á Hólum gesti frá háskólanum í Nýja Englandi (USA). Um var að ræða fjórtán nemendur og tvo kennara frá BSc í sjávar- og umhverfisvísindum sem heimsækja nú Ísland í tvær vikur til að kynna sér náttúrusögu Íslands. Þau hafa heimsótt Hóla á hverju ári síðustu fjögur árin.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leikskóla í Varmahlíð

Það var gleðidagur í Varmahlíð í dag þegar börnin á leikskólanum Birkilundi tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum 550 fermetra leikskóla sem á að rísa við hlið Varmahlíðarskóla og rúma 65 börn. Einar E. Einarsson formaður byggðarráðs fór yfir sögu leikskólans í Varmahlíð áður en Kristófer Már Maronsson formaður fræðslunefndar tók svo til máls og óskaði tilvonandi nemendum, starfsfólki, foreldrum og íbúum innilega til hamingju með áfangann. . Það var svo hann Ísak Frosti Holzem sem tók allra fyrstu skóflustunguna áður en restin af börnunum fékk að moka.
Meira

Stemmingin, gleðin og ánægjan er það besta við Bjórhátíðina á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum er nú um helgina í Hjaltadalnum, nánar tiltekið í íþróttasal Hólaskóla á milli kl. 15 og 19. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein helsta bjórhátíð landsins en í kynningu segir að flest öll brugghús muni mæta á hátíðina og munu gestir geta smakkað bjór frá þeim að vild – eða þangað til kútarnir tæmast. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir einn höfuðpaura hátíðarinnar, Bjarna Kristófer Kristjánsson, hjá Bjórsetri Íslands.
Meira

Geri alltaf mitt besta | Katrín Jakobsdóttir

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Katrín Jakobsdóttir gaf Feyki.
Meira

Er ekki í neinni baráttu um Bessastaði | Viktor Traustason

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Viktor Traustason gaf Feyki.
Meira

Mun hlusta á raddir landsmanna | Halla Hrund Logadóttir

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Halla Hrund Logadóttir gaf Feyki.
Meira

Haldið upp á sjómannadaginn í 85. sinn á Skagaströnd

Sjómannadagurinn er um helgina og það er haldið upp á hann alls konar. Það verður hátíðardagskrá á Hvammstanga sunnudaginn 2. júní og þá munu Hofsósingar sömuleiðis fagna deginum á hefðbundinn hátt. Á Króknum verður SjávarSæla laugardaginn 1. júní en mesta hátíðin verður venju samkvæmt á Skagaströnd en það má segja að Skagstrendingar búi til bæjarhátíð úr sjómannadeginum.
Meira

„Ég bjóst nú ekki við að upplifa stríð“

Það er að verða hálft ár síðan Feykir tók síðast flugið og forvitnaðist um dag í lífi brottflutts. Síðast vorum við í borginn Aachen í Þýskalandi þar sem Sandra Eiðs sagði frá en nú hendumst við yfir Alpana og beygjum í austurveg og stoppum í ísraelsku borginni Eilat við botn Akabaflóa, rétt austan landamæranna að Egyptalandi. Í þessum suðupotti býr Herdís Guðlaug R Steinsdóttir ásamt maka sínum, Grigory Solomatov. Herdís er dóttir Merete og Steina á Hrauni á Skaga og óhætt að fullyrða að Eilat er svolítið annars konar sveit en Skaginn.
Meira

Yngstu nemendur Höfðaskóla í fjöruferð í blíðunni

Það styttist heldur betur í skólaárinu og senn skoppa skólakrakkarnir út í frelsi sumarsins. Á vef Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að yngstu nemendur skólans hafi í gær verið drifnir í fjöruferðað – enda ekki annað hægt en að nýta veðurblíðuna til gagns og gamans.
Meira

Alls brautskráðust 124 nemendur frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 45. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí 2024 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 124 nemendur af eftirtöldum námsbrautum en alls voru gefin út 151 prófskírteini:
Meira