„Við gerum ráð fyrir að fallið verði frá þessum áætlunum“
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
23.05.2024
kl. 10.59
Talsverð umræða hefur skapast um þá áætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar að tjaldsvæði á Sauðárkróki verði í Sæmundarhlíð neðan og norðan Hlíðarhverfis og lægi þannig að Sauðárgili. Skipulag svæðisins hefur verið auglýst og sitt sýnist hverjum. Þeir sem búa í nágrenni við áætlað tjaldsvæði hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni og stofnaður var hópur á Facebook í vetur þar sem fólki hefur gefist kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Þar var þess til að mynda krafist að áður en endanleg ákvörðun yrði tekin gæfist íbúum kostur á að funda með sveitarfélaginu.
Meira