Mannlíf

Góður dagur hjá Ísponica á Hofsósi

Nú á laugardaginn var haldin opnunarveisla Ísponica í frystihúsinu gamla við Norðurbraut á Hofsósi. Veðrið lék við gesti og gangandi á Hofsósi og meira að segja forvitinn hvalur kíkti í heimsókn – eða þannig. Á staðnum var markaður þar sem hægt var að næla sér í bæði vörur og matarkyns. Boðið var upp á leiki fyrir krakka og tónlistaratriði.
Meira

„Það mæta margar stjörnur til leiks og allir bestu knaparnir“ | Þórarinn Eymundsson í viðtali

 Nú er hafið 25. Landsmót hestamanna en það fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Mótið, sem hófst nú mánudaginn 1. júlí og lýkur sunnudaginn 7. júlí, er haldið í sameiningu af tveim stærstu hestamannafélögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti. Setning Landsmótsins verður á fimmtudagskvöldið og í framhaldi af því fara leikar að æsast en reikna má með um 7.500 gestum á mótið. Af þessu tilefni þótti Feyki rétt að narra einn þekktasta hestamann þjóðarinnar, Þórarinn Eymundsson, heimsmeistara, tamningamann og reiðkennara á Hólum, í örlítið spjall en segja má að hann sé uppalinn á Landsmótssvæðinu á Vindheimamelum í Skagafirði.
Meira

Hjólið góða hefur verið formlega afhent

Nú í hádeginu afhenti Ásta Ólöf Jónsdóttir fötluðum í Skagafirði forláta hjól með hjólastólarampi við athöfn sem fram fór við húsakynni Iðju-hæfingar á Sauðárkróki og í kjölfarið var hjólið vígt. Það var þann 14. febrúar á þessu ári sem Ásta Ólö, áhugamaður um velferð fatlaðra, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hún væri búin að hrinda af stað söfnun fyrir hjóli með hjólastólarampi. Hjólið sem varð fyrir valinu er þannig búið að hægt er að festa hjólastól framan á það og hjóla svo með viðkomandi um allar trissur.
Meira

Húnavakan nálgast óðfluga

Þær gerast ekki mikið glæsilegri bæjarhátíðirnar en Húnavakan á Blönduósi. Hún verður haldin dagana 17.-21. júlí og það er næsta víst að sólin verður í Húnabyggð – hvernig svo sem viðrar – sem og Stjórnin. Það er farið að kynda eftirvæntingarbálið á netinu og ekki annað að sjá en að dagskráin verði meiriháttar í ár.
Meira

Ferðamenn út um allar koppagrundir

Sumarið minnti á sig um liðna helgi en íbúum og gestum á Norðurlandi vestra var boðið upp á hlýindi og hæga sunnangolu. Umferð ferðalanga er nú komin á fullt á svæðinu en þegar blaðamaður átti leið um Skagann sl. sunnudag voru sjó bílar í Kálfshamarsvík og mest megnis erlendir túristar á vappi með myndavélar á lofti. Við Ketubjörg hafa verið gerð bílastæði og þau nýtti fólk sér í sumarblíðunni.
Meira

Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogsprestakall

Skagfirðingurinn séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall í Reykjavík. Í frétt á Vísir.is segir að prestakallið hafi þarnast nýs prests frá og með 1. ágúst, en þá verður fyrri prestur sóknarinnar, séra Guðrún Karls Helgudóttir, vígð til embættis biskups Íslands.
Meira

Það vantar enn prest í Skagafjörð

Enn hefur ekki verið ráðinn prestur í Skagafjörð í stað sr. Döllu Þórðardóttur sem lagði kragann á hilluna þann 1. desember síðastliðinn. Feykir hafði samband við nýjan prófast í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, séra Sigríði Gunnarsdóttur, og sagði hún að ástandið mætti vera betra í prestamálum í Skagafirði en séra Bryndís Svavarsdóttir hefur þó verið ráðin fram til áramóta.
Meira

ÓB-mótið komið á fullt og tónleikar í Aðalgötu í kvöld

Nú um helgina fer fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar koma saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og eru um 116 lið skráð til keppni og eru þvi rúmlega 700 keppendur sem hlaupa nú sér til hita í norðanátt og bleytu. Reyndar er veðrið skaplegra núna því það hefur stytt upp og samkvæmt upplýsingum Feykis er stemningin á vellinum ágæt miðað við aðstæður.
Meira

Sólarhrings ævintýraferð út í Drangey | Gunnar R. Ágústsson vélamaður skrifar

Það mun hafa verið vorið 1964 eða 65 sem ég fór í ævintýraferð út í Drangey ásamt fleirum. Ég punktaði þessa ferð hjá mér í stórum dráttum einhverjum árum seinna því mér þótti þetta skemmtileg ferð og þess verð að varðveita hana. Svo fór hún ofan í skúffu með öðru textadrasli. Var ég nú á dögunum að taka til og blaða í skúffunni og þá birtist þessi grein. Ég las hana yfir og bætti í hana því sem mér þótti vanta. Kannski hafa einhverjir gaman af því að lesa hana.
Meira

Hretið virðist ekki hafa skaðað æðarvarpið að ráði

Æðarvarpið á Hrauni var gengið í vikunni um leið og fært var eftir hretið sem virtist ekki hafa skaðað að ráði. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson að fuglinn hafi verið spakur og dúnninn ekki blautur umfram venju.
Meira