Mannlíf

Sameiningarkosningum Húna- og Skagabyggðar lýkur á laugardag

Kosningum um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar, sem hófust 8. júní síðastliðinn, lýkur nú laugardaginn 22. júní. Samkvæmt upplýsingum Feykis er kjörsókn 20% í Húnabyggð en í Skagabyggð er hún 45%. Þetta miðast við stöðuna í dag, fimmtudaginn 20. júní, að sögn Katrínar Benediktsdóttur, formanns kjörstjórnar.
Meira

Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.
Meira

Meyr og óendanlega þakklát

Það var meyr og óendanlega þakklát móðir hetjunnar Hrefnu Karenar sem Feykir talaði við eftir söfnunardaginn 14. júní síðastliðinn. Þá buðu Árni og Ragga á Hard Wok á Sauðárkróki fólki að kaupa rafrænan hamborgara og styrkja þannig við hetjuna Hrefnu Karen sem er tæplega tveggja ára og glímir við fjölþættan vanda og mikla fötlun.
Meira

Vel tókst til með Hofsós heim

Bæjarhátíðin Hofsós heim fór fram um síðastliðna helgi og gekk vonum framar. Óhætt er að segja að heldur betur hafi ræst úr veðrinu – sérstaklega þegar horft er til þess að veðrið hefur ekki alveg verið að vinna með íbúum á norðvesturhorni landsins það sem af er sumri.
Meira

Valli hlaut Hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024

Á hátíðardagskrá 80 ára lýðveldisafmælisins á Blönduósi sem fram fór, eins og lög gera ráð, fyrir þann 17. júní var Valdimar Guðmannsson, sem margir kannast við af Facebook sem Valla í Húnabyggð, fékk hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024.
Meira

Rabb-a-babb 226: Sara Diljá

Að þessu sinni ber Rabbið að dyrum á Skagaströnd hjá Söru Diljá Hjálmarsdóttur, skólastjóra Höfðaskóla. Hún er gift Birki Rúnari Jóhannssyni og saman eiga þau Arnar Gísla 11 ára, Fanndísi Öldu 9 ára og Bríeti Dögg 2 ára, já og hundinn Skugga. Sara er fædd árið 1989 en það ár kom þriðja myndin um Indiana Jones út (þessi með Sean Connery), sem og Glory, When Harry Met Sally og Honey, I Shrunk the Kids og auðvitað miklu fleiri myndir. Madonna gaf út Like a Prayer.
Meira

Nemendur frá sjö löndum brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 7. júni. Alls brautskráðust 43 nemendur frá skólanum og þeir komu frá sjö þjóðlöndum en auk Íslendinga voru það nemendur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Sviss sem brautskráðust frá Hólum.
Meira

Kúrekaþema í árlegri kvennareið í Austur-Húnavatnssýslu

Hin árlega kvennareið Austur-Húnavatnssýslu verður farin laugardaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Auðólfsstöðum klukkan 15:00. Frá Auðólfsstöðum á að ríða Æsustaðaskriðurnar eftir gamla veginum í Ártún og þaðan eyrarnar í hlöðuna í Húnaveri.
Meira

Standandi veisluhöld á Hvammstanga

Það var gengið til kosninga í dag um land allt en kjósendur gátu valið á milli tólf forsetaframbjóðenda. Flestum ef ekki öllum kosningum fylgir hið margrómaða kosningakaffi og einhverjir buðu upp á slíkar veislur í dag hér á Norðurlandi vestra. Á Hvammstanga stóð Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fyrir kosningakaffi í Verzlun Sigurðar Pálmasonar og þangað mættu um 120 manns og gæddu sér á kaffi og vöfflum.
Meira

SjávarSæla í fullum gangi á Sauðárkróki

Hátíðarhöld í tilefni af sjómannadegi hófust k. 10 í morgun á Sauðárkróki en þá var startað með dorgveiðikeppni og veitt verðlaun fyrir lengsta fiskinn. Nú í hádeginu fór fjöldi fólks skemmtisiglinga út á Skagafjörð með Málmey og þegar komið var til hafnar á ný nú rétt fyrir eitt, þá hófst fjölskylduhátíð á bryggjunni.
Meira