Mannlíf

Yngstu nemendur Höfðaskóla í fjöruferð í blíðunni

Það styttist heldur betur í skólaárinu og senn skoppa skólakrakkarnir út í frelsi sumarsins. Á vef Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að yngstu nemendur skólans hafi í gær verið drifnir í fjöruferðað – enda ekki annað hægt en að nýta veðurblíðuna til gagns og gamans.
Meira

Alls brautskráðust 124 nemendur frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 45. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí 2024 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 124 nemendur af eftirtöldum námsbrautum en alls voru gefin út 151 prófskírteini:
Meira

„Við gerum ráð fyrir að fallið verði frá þessum áætlunum“

Talsverð umræða hefur skapast um þá áætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar að tjaldsvæði á Sauðárkróki verði í Sæmundarhlíð neðan og norðan Hlíðarhverfis og lægi þannig að Sauðárgili. Skipulag svæðisins hefur verið auglýst og sitt sýnist hverjum. Þeir sem búa í nágrenni við áætlað tjaldsvæði hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni og stofnaður var hópur á Facebook í vetur þar sem fólki hefur gefist kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Þar var þess til að mynda krafist að áður en endanleg ákvörðun yrði tekin gæfist íbúum kostur á að funda með sveitarfélaginu.
Meira

Skrímsli á Skagaströnd

Þeir sem hafa gaman að því að forvitnast um hafnir landsins og það sem þar kemur á land geta gert margt verra en að skoða Facebook-síðu Skagastrandarhafnar. Feykir rakst þar á mynd af Bessa á Blæ með einn vænan 44 kg þorsk – eiginlega skrímsli!
Meira

Gjöf foreldrafélagsins til Leikskóla Húnabyggðar

Á dögunum afhenti Foreldrafélag Leikskóla Húnabyggðar leikskólanum að gjöf tvær barnakerrur fyrir 4-6 börn. Í tilkynningu frá Foreldrafélagi Leikskóla Húnabyggðar segir að hugmyndin sé að þær nýtist sérstaklega yngstu deild leikskólans sem nú er til húsa við Húnabraut 6 og auðveldi þannig heimsóknir þeirra upp í aðalbyggingu leikskólans. Ein 6-barna kerra hefur nú þegar verið afhent og von er á annarri 4-barna kerru í sendingu á komandi vikum.
Meira

Söfn í þágu fræðslu og rannsókna | Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag

Yfirskrift safnadagsins í ár, „Söfn í þágu fræðslu og rannsókna“, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Eins og segir á heimasíðu FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnamanna): „Söfn þjóna samfélaginu sem kraftmiklar fræðslumiðstöðvar, þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við rannsóknir og skapa vettvang til að kanna og deila hugmyndum. Hvort sem viðfangið er saga eða listir, tækni eða vísindi, þá eru söfn vel í stakk búin til að efla skilning og þekkingu okkar á heiminum í gegnum fræðslu og rannsóknir.“
Meira

Ólík nálgun á snjallfækkun

Um fjörtíu háskólanemar og kennarar frá sex erlendum háskólum, af tólf þjóðernum, heimsóttu Byggðastofnun í gær á vegum Háskólaseturs Vestfjarða sem er hluti af alþjóðlegu samstarfi og skipuleggur sumarskóla í samstarfslöndunum Svíþjóð, Lettlandi, Finnlandi, Eistlandi, Litháen auk Íslands.
Meira

Sigurbjörg ráðin yfirlæknir á HSN á Króknum

Sigurbjörg Ólafsdóttir, heimilislæknir, hefur verið ráðin yfirlæknir á HSN Sauðárkróki. Sigurbjörg lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2012 og hóf sérnám í heimilislækningum á HSN Sauðárkróki 2014. Hún hélt síðar til Svíþjóðar hvaðan hún lauk sérnámi árið 2020 og hefur síðan starfað þar á heilsugæslustöðvum sem heimilislæknir.
Meira

Langar ykkur að taka þátt í krakkakosningunum?

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV standa fyrir sínum sjöttu Krakkakosningum, nú í tengslum við forsetakosningarnar sem haldnar verða þann 1. júní nk. Með Krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um rétttindi barnsins, þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RUV að kvöldi kosningadags.
Meira

Vala María bakar og fagnar fólki í Áshúsi

Það er komið sumar þó hitastigin séu nú varla til skiptanna en farið er að örla á auknum túrisma. Sumarið kallar á meiri umsýslu á veitingastöðum og kaffihúsum og í Skagafirði er að sjálfsögðu opið á þeim stöðum sem jafnan eru opnir og nokkrir hafa bæst við með hækkandi sól. Þannig er Vala María Kristjánsdóttir nýr verkefnastjóri matarupplifunar í Áshúsi Byggðasafnsins í Glaumbæ en kaffihúsið opnar 20. maí.
Meira