Eitt stórt brandaraband
Á föstudaginn í næstu viku verður skemmtikvöldið Lúðar og Létt tónlist í Miðgarði. Um er að ræða dagskrá þar sem þjóðþekktir grínistar og tónlistarmenn láta móðinn mása í tali og tónum. Eru það hinir einu sönnu Hvanndalsbræður „sem hafa aldrei verði eldri og sjaldan skemmtilegri, ber svo að nefna Sólmund Hólm grínista, útvarpsstjörnu og eftirhermu og síðast en ekki síst hið víðförla kyntákn landsbyggðarinnar Gísla Einarsson,“ segir í tilkynningu um skemmtikvöldið.
„Bræðurnir frá Hvanndal munu flytja nokkur af sínum þekktari lögum í bland við nýtt efni og fjölmiðlafríkin Sólmundur og Gísli munu reita af sér brandara eins og fiður af nýskotinni gæs og ólíklegt er að Rögnvaldur Gáfaði geti þagað heila kvöldstund. Ekki er ósennilegt að hópurinn muni svo blandast saman í eitt stórt brandaraband þegar líður á kvöldið,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Skemmtikraftarnir eru ekki alls ókunnir Skagafirði, þar sem Rögnvaldur gáfaði er frá Marbæli í Óslandshlíð og Gísli Einarsson telst vera „tengdasonur Skagafjarðar.“ Miðaverð er 3.900 krónur og verða miðar seldir á staðnum á tónleikar.
Hér má sjá innslag síðan N4 ræddi við þá félaga fyrir tónleika í Hofi sl. vor.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.