Sárast hversu stutt sumarið var
Í síðustu netkönnun Feykis var spurt hvað fólki finndist sárast við haustið og gefnir fimm mis gáfulegir möguleikar á svari. Niðurstaðan reyndist sú að nærri því helmingur þeirra sem tók þátt fannst sárast hversu stutt sumarið var. Sem bendir til þess að ansi margir hafi svarað sannleikanum samkvæmt.
Þá voru 20% sem svekktu sig á falli Tindastóls í fótboltanum og örlítið færri svekktu sig á haustveðrinu.
Aðeins 5% þátttakenda finnst það sárast við haustið að liðið þeirra í enska boltanum skítur alltaf upp á bak. Hvort þessi litla prósenta bendi til þess að fáir Liverpool-aðdáendur hafi tekið þátt í könnuninni skal ósagt látið... ;)
Nú er komin splunkuný könnun á Feykir.is en þar er spurt út í gengi Tindastóls í körfunni í vetur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.