Kíkt upp í 22 metra hæð í körfubíl
Viðbragðsaðilar í Skagafirði voru með kynningu og sýningu á tækjabúnaði sínum á bílastæðinu við Skagfirðingabúð í dag. Þar var meðal annars hægt að kíkja upp í 22 metra hæð með þar til gerðum körfubíl.
Körfubílnum var bætt við flota slökkviliðs Skagafjarðar þegar hæsta blokk bæjarins var byggð en hún er um 20 metra há. Líkt og með annan búnað sem viðbragðsaðilar hafa til afnota er þó jafnan vonast til að hann þurfi ekki að nota, en að sama skapi mikið öryggi að slíkur búnaður sé til staðar þegar á þarf að halda.
Það voru margir sem nýttu tækifærið og skoðuðu tækin, sem vöktu ekki síst hrifningu yngstu kynslóðarinnar. Meðfylgjandi myndum smellti blaðamaður af, sumum úr körfunni í 22 metra hæð en öðrum á jörðu niðri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.