Gleðiganga Árskóla í myndum
Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd þegar árviss Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í blíðaskaparveðri í gærmorgun. Lítríkir nemendur og starfsfólk fylktu liði frá skólanum að túninu við HSN á Sauðárkróki þar sem þeir brugðu á leik, sungu og dönsuðu við áhorf heimilis- og starfsfólk stofnunarinnar, áður en þau héldu áfram leið sinni niður í bæ. Gleðigangan endaði svo með grillveislu við Árskóla.
Skólaslit Árskóla fara fram á morgun, fimmtudaginn 2. júní, sem hér segir:
- Kl. 15:00 1. – 4. bekkur
- Kl. 16:00 5. – 8. bekkur
- Kl. 18:30 9. – 10. bekkur
„Á skólaslitum 9. og 10. bekkjar verða veitingar í boði 9. bekkinga, foreldra þeirra og skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin,“ segir á vef skólans.
Blaðamaður Feykis smellti nokkrum myndum af gleðinni í gærmorgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.