Bílalest á 20 ára afmæli Vörumiðlunar - myndir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
13.05.2016
kl. 14.00
Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð um Varmahlíð og Sauðárkrók og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Boðið var uppá léttar veitingar og glaðning fyrir börn og fullorðna auk þess sem Matti Matt mætti með kassagítarinn og tók lagið. „Mætingin var frábær, örugglega um 400 til 500 manns og áberandi hvað allir voru jákvæðir og í góðu skapi. Ekki skemmdi að sólin fór að skína,“ sagði Magnús Svavarsson framkvæmdastjóri Vörumiðlunar í samtali við Feyki í vikunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.