Vorstemning í lofti
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
08.05.2017
kl. 08.39
Veðrið undanfarið hefur svo sannarlega hjálpað fólki til að finna fyrir fínni vorstemningu á landinu. Sól og hiti allt að og yfir 20 gráðurnar. Með hlýindunum fylgdi vorflóð í Héraðsvötnum í Skagafirði en bændur sem Feykir hafði samband við, vildu sem minnst gera úr þeim vatnavöxtum enda vanir þeim og oft með meiri látum og klakaburtði með tilheyrandi tjóni.
Meira