Söngur og gleði í sólskininu á Króknum
Litrík og glaðleg börn heimsóttu húsakynni Feykis og Nýprents í morgun og fengu gotterí að launum, enda öskudagur og sólin skein glatt á heiðskírum himni. Krakkarnir létur frostið ekkert á sig fá og voru farin að skoppa á milli fyrirtækja og veralana um leið og færi gafst.
Fjöldi krakka var á ferðinni og var sæmilega fjölbreytt lagaúrval. Sigga í Nýprenti skráði hjá sér hvaða lög fengu að hljóma. Eins og svo oft áður var það Nói gamli sem hljómaði oftast og nú poppaði hann popp ótt og títt en þó ekki í öllum tilfellum. Þá voru krummalögin vinsæl sem og Bjarnastaðabeljurnar, sungið var um Donald Trump, skólasöngur Árskóla fékk að njóta sín, lag með Justin Bieber hljómaði, Ég er kominn heim, Glaðasti hundur í heimi, Nei, nei, nei með Áttunni og þá var flutningur tveggja ungra herramanna á We Will Rock You eftirminnilegur. Hér að neðan gefur að líta nokkrar ágætar myndir af morgungestunum.
Öskudagurinn er eiginlega alveg langflottasti dagurinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.