Ljósmyndavefur

Skagfirðingar fjölmenntu á Eurobasket – Myndir

Þrátt fyrir að íslensku landsliðin í fót- og körfubolta hafi ekki sótt sigra í Finnlandi þegar Evrópumót körfuboltaliða og landsleikur við Finna í undankeppni HM í fótbolta fóru fram á dögunum, voru liðin dyggilega studd af íslenskum stuðningsmönnum. Fjöldi Skagfirðinga, bæði búsettir sem brottfluttir, mætti til Finnlands og reyndi blaðamaður að fanga sem flesta á mynd. Margir sluppu þó við myndatöku. Afraksturinn er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Meira

Hátíðleg stund á höfninni - Myndasyrpa

Fjöldi fólks var viðstatt hátíðlega vígslu og skírn Drangeyjar SK 2, nýjasta togara flotans fyrr í dag. Áður en Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Svf. Skagafjarðar, lét kampavínsflöskuna skella á skipsskrokki, höfðu Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri; Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Ásta Pálmadóttir haldið tölu í tilefni dagsins. Eftir að skipið hafði fengið nafn með formlegum hætti, blessaði séra Sigríður Gunnarsdóttir hið nýja og glæsilega skip og óskaði því velfarnaðar í framtíðinni.
Meira

Fjör og frískir fætur á Króksmóti um helgina

Króksmót Tindastóls og FISK Seafood fór fram nú um helgina á Sauðárkróki. Þátttaka var með ágætum og óhætt að fullyrða að veðrið hafi verið Króksurum og gestum þeirra hliðhollt því varla er hægt að tala um að hreyft hafi vind svo nokkru næmi frá því að gestir tóku að streyma á Krókinn síðastliðinn föstudag í logni og heiðskýru og þangað til mótinu lauk – þá fór hinsvegar að rigna.
Meira

Laugardagsrúntur í Húnaþingi vestra

Það var hið ágætasta veður í gær á Norðurlandi vestra og þar sem það var laugardagur í verslunarmannahelgi þótti blaðamanni Feykis tilhlýðilegt að fara einn vænan rúnt í Húnaþing vestra. Fjölmargir voru á ferðinni og flestir sennilega með tröllklettinn Hvítserk sem einn af helstu skoðunarstöðunum norðan heiða.
Meira

Góð stemning á Unglingalandsmóti

Tuttugasta Unglingalandsmót UMFÍ var sett formlega á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætti þar sem keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn, hver með sínu félagi. Flutt voru ávörp, m.a. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson en hann fékk hjálp hjá ungri snót sem las með honum úr gömlum fréttum af frægum köppum, þeim Vilhjálmi Einarssyni og Hreini Halldórssyni.
Meira

Lífið er núna – svo sannarlega. Umsögn og myndir

Í gærkvöldi var boðað til heilmikillar skemmtidagskrár í Menningarhúsinu Miðgarði með yfirskriftinni Lífið er núna. Gestgjafar voru hjónin Jón Hallur Ingólfsson og Aðalbjörg Þ. Sigfúsdóttir og er óhætt að segja að máltækið „þröngt mega sáttir sitja“ hafi átt vel við því salurinn var smekkfullur af fólki og rúmlega það.
Meira

Skagafjörður skartaði sínu fegursta er Bauluhellir var heimsóttur - Myndir

Fjallið Tindastóll í Skagafirði hefur margar sögur að geyma og ýmsar kunnar. Ein er sú að hellir einn, Bauluhellir, hafi náð í gegnum fjallið og verið manngengur. Annar munninn er inn af Baulubás sem er austan í fjallinu norðanverðu, rétt utan Glerhallavíkur við Reyki á Reykjaströnd en hinn við Atlastaði í Laxárdal. Nafnið dregur hellirinn af því að sækýr trítlaði í gegn og sást við Atlastaði sem er gamalt eyðibýli milli Hvamms og Skíðastaða.
Meira

Vel lukkaðir Lummudagar í norðangolunni - Myndir

Það var mikið um að vera í Skagafirði um liðna helgi en þá stóðu Lummudagar yfir, Landsbankamót á Sauðárkróki þar sem hundruð stúlkna léku fótbolta og Drangey Music Festival fór fram á laugardagskvöldinu á Reykjum á Reykjaströnd.
Meira

Gleðiganga í norðansvalanum

Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í dag en hún markar lok skólastarfs hvers skólaárs. Eftir nokkuð frábrugðna kennslu fyrst í morgun, þar sem 10. bekkingar brugðu sér í hlutverk kennara, hópuðust nemendur saman og gangan hófst. Gengið var upp á sjúkrahús þar sem farið var í leiki á túninu og sungið fyrir vistmenn og starfsfólk. Þá var haldið af stað í bæinn og áð við ráðhúsið þar sem einnig var sungið fyrir starfsfólk þess. Þaðan var gengið út að Kirkjutorgi og snúið aftur í skólann þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur.
Meira

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið í dag

Alls brautskráðust 75 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af tólf námsbrautum í dag í hátíðlegri athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Rúmlega 550 nemendur stunduðu nám við skólann og um 60 manns störfuðu þar í vetur. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina sem stóð yfir í rúma tvær klukkustundir.
Meira