Ljósmyndavefur

Fjöldi við opnun próteinverksmiðju á Króknum - Myndir

Í dag var hin nýja próteinverksmiðja, Heilsuprótein, á Sauðárkróki vígð sem Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga tóku höndum saman um að stofna. Fyrirtækinu er ætlað að framleiða verðmætar afurðir úr mysu sem áður hefur verið fargað. Í fyrri áfanga verksmiðjunnar, sem nú var vígð, verður framleitt próteinduft úr mysu sem fellur til við ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi en í síðari áfanga verksmiðjunnar, sem áætlað er að komist í gagnið innan tveggja ára, verður framleitt ethanól úr mjólkursykri ostamysunnar og einnig úr mysu sem fellur til við skyrgerð.
Meira

Verksmiðja Heilsupróteins tekin í gagnið

Húsakynni Heilsupróteins ehf. á Sauðárkróki verða opin á morgun laugardag en þá verður hin nýja verksmiðja formlega vígð. Verksmiðjan er í eigu Mjólkursamsölunnar ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga. Öllum er boðið að koma og skoða og þiggja léttar veitingar. Sá hluti verksmiðjunnar sem nú verður tekin í notkun markar tímamót í umhverfismálum mjólkuriðnaðarins á Íslandi, en unnið verður hágæða próteinduft úr mysunni sem fellur til í ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi og runnið hefur til sjávar fram að þessu.
Meira

Hrútasýning í Hrútafirði - Myndasyrpa

Mánudaginn 16. október stóð Fjárræktarfélag Staðarhrepps fyrir Hrútasýningu fyrir Miðfjarðarhólf. Sýningin var haldin á Hvalshöfða í Hrútafirði. Vel var mætt, bæði af fólki og fénaði en yfir 50 hrútar voru skráðir til leiks í þremur flokkum; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir. Að sögn Guðrúnar Eikar Skúladóttur, bónda á Tannstaðabakka, voru flokkarnir allir firnasterkir og sem dæmi má nefna að sex hrútar af þeim sem skráðir voru til leiks höfðu stigast upp á 90 stig og yfir. Einnig voru 18 gimbrar skráðar til leiks í Skrautgimbraflokki, en í þeim flokki er vegið saman bæði litur og átak.
Meira

Ýkt elding klikkar ekki sem lokadansinn – Myndir og myndband

Danssýning nemenda Árskóla fór fram í gær í Íþróttahúsin á Sauðárkróki og er hún haldin samhliða dansmaraþoni 10. bekkjar. Krakkarnir kunna vel að meta danslistina og lokalagið setur punktinn yfir I-ið. Dansmaraþonið er liður í fjáröflun í ferðasjóð 10. bekkinga en hefð hefur skapast að fara til Danmerkur á vormánuðum. Krakkarnir dansa sleitulaust í sólarhring og mikil keppni þeirra á milli hverjir ná að klára án þess að sofna.
Meira

Réttað í Víðidalstungurétt - Myndasyrpa

Réttað var í Víðidalstungurétt um helgina í prýðis veðri og samkvæmt venju mætti fjöldi gesta og fylgdist með bændum koma hrossum sínum í rétta dilka. Að sjálfsögðu var Anna Scheving mætt í réttina með myndavélina og kom svo aðeins við á Stóru-Ásgeirsá og myndaði þar kisu, geitur og nokkra graðfola hjá Magnúsi bónda.
Meira

Hvalur dreginn á land á Hvammstanga

Hún vakti verðskuldaða athygli sandreyðurin sem dregin var á land á Hvammstanga í gær. Hafði hún strandað á grynningum í Hrútafirði, miðja vegu milli fjarðarbotns og Borðeyrar en lifði ekki lengi eftir að vaskur björgunarhópur hafði komið henni á flot á ný.
Meira

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir ráðstefnu um viðburðarstjórnun

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stóð sl. fimmtudag fyrir ráðstefnu í Hörpu sem bar titilinn Viðburðalandið Ísland. Háskólinn á Hólum er nú eini háskólinn hérlendis sem býður upp á nám í þessari sívaxandi grein og því var ákveðið að blása til ráðstefnu til að vekja athygli á náminu og mikilvægi þess að skipulag viðburða sé unnið faglega.
Meira

Skrapatungurétt - Myndir

Síðast liðinn laugardag fór fram stóðsmölun í Laxárdal fremri og hafa aldrei verið jafn margir þátttakendur sem nú. Að sögn Skarphéðins Einarssonar ferðamannafjallkóngs voru um 320 ríðandi gestir auk smala.
Meira

Haustlitaferð um Skagafjörð

Farið var í hina árlegu Haustlitaferð sem prestarnir í Húnaþingi bjóða eldriborgurum á hverju hausti. Að þessu sinni var farið í Skagafjörðinn og húsbændur á Miklabæ, Löngumýri og Kakalaskála við Kringlumýri voru heimsóttir. Anna Scheving á Hvammstanga var með í för og að sjálfsögðu var myndavélin við höndina.
Meira

Miðfjarðarrétt - Myndir

Réttað var í Miðfjarðarrétt sl. laugardag í ágætis veðri. Bæði hross og fé komu til réttar og fólk dreif víða að eins og venja er. Anna Scheving mætti með myndavélina og tók margar skemmtilegar myndir.
Meira