Hrútasýning í Hrútafirði - Myndasyrpa
feykir.is
Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
18.10.2017
kl. 08.29
Mánudaginn 16. október stóð Fjárræktarfélag Staðarhrepps fyrir Hrútasýningu fyrir Miðfjarðarhólf. Sýningin var haldin á Hvalshöfða í Hrútafirði. Vel var mætt, bæði af fólki og fénaði en yfir 50 hrútar voru skráðir til leiks í þremur flokkum; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir. Að sögn Guðrúnar Eikar Skúladóttur, bónda á Tannstaðabakka, voru flokkarnir allir firnasterkir og sem dæmi má nefna að sex hrútar af þeim sem skráðir voru til leiks höfðu stigast upp á 90 stig og yfir. Einnig voru 18 gimbrar skráðar til leiks í Skrautgimbraflokki, en í þeim flokki er vegið saman bæði litur og átak.
Meira