Ljósmyndavefur

Fjöldi gesta á Sveitasælu um helgina - Myndir

Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla var haldin sl. laugardag í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Fjöldi gesta lagði leið sína um svæðið og kynnti sér hvað Skagfirðingar hefðu upp á að bjóða.
Meira

Vel heppnað Króksmót fór fram um helgina

Það fjölgaði talsvert á Króknum um helgina þegar um 800 ungir knattspyrnusnillingar í 6. og 7. flokki spiluðu fótbolta og skemmtu sér í fylgd með foreldrum og systkinum. Mótið tókst með ágætum og veðrið var hliðhollt keppendum; vindur í formi hafgolu en mestmegnis sól og heiðskýrt með boltinn var spilaður en þykk þoka um kvöld og nætur.
Meira

Mikið framkvæmt á Króknum þessi misserin

Það er óhætt að fullyrða að það er mikið framkvæmt á Sauðárkróki nú í sumar. Blaðamaður Feykis fór smá rúnt um bæinn og myndaði framkvæmdir sem eiga sannarlega eftir að gleðja augað þegar þeim verður lokið.
Meira

Fólksfjöldi og fjör á Hofsós heim um helgina

Bæjarhátíðin Hofsós heim var haldin um síðustu helgi og var þar margt til skemmtunar. Fjöldi manns tók þátt í gönguferð í Grafarós með leiðsögn Þorsteins Þorsteinssonar (Steina Pálu) og á eftir gæddu u.þ.b. 250 gestir sér á ljúffengri kjötsúpu, matreiddri af Félagi eldri borgara. Kvöldið var milt og á eftir naut fólk samverunnar við varðeldinn í fjörunni áður en haldið var á ball í Höfðaborg eða í stuðið með Geira í Sólvík.
Meira

Þjóðhátíðardagurinn á Sauðárkróki

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki 17. júní. Teymt var undir börnum á hestbaki, skátarnir sáu um andlitsmálun og skrúðganga fór frá Skagfirðingabúð á íþróttavöllinn. Þar tóku við hátíðarhöld fram eftir degi. Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir og flutti hún ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen.
Meira

Gervigrasvöllur að fæðast á Króknum

Nú er unnið hörðum höndum við að klára gerð gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og eru þau ófá handtökin, hjá úrvalsliði iðnaðarmanna, sem unnin hafa verið þar í vetur, vor og nú í byrjun sumars. Margir hafa haft gaman af að fylgjast með framgangi mála en unnið hefur verið við völlinn og umhverfi hans hvenær sem færi hefur gefist á þessum tíma. Nú í vikunni var lokið við að leggja gúmmilag á völlinn og styttist því í að gervigrasið græna og væna líti dagsins ljós.
Meira

Gleðiganga Árskóla var farin í gær - Myndir

Hin árlega gleðiganga Árskóla var farin um Krókinn í gær en gengið var frá Árskóla og sem leið liggur upp að Heilbrigðisstofnun en þar var farið í leiki og sungið. Þá var arkað niður á Skagfirðingabraut og gengið að Ráðhúsinu og áfram út á Kirkjutorg og aftur til baka að Árskóla þar sem grillað var ofan í mannskapinn.
Meira

Sæluvikan sett í dag

Í dag var lista- og menningarhátíðin Sæluvika Skagfirðinga formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki að viðstöddu fjölmenni. Ljósmyndasýning Gunnhildar Gísladóttur var opnuð af því tilefni, úrslit Vísnakeppni Safnahússins kynnt og samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru afhent. Að þessu sinni var ákveðið að veita hjónunum Árna Stefánssyni, íþróttakennara, og eiginkonu hans, Herdísi Klausen, hjúkrunarfræðingi, samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2018.
Meira

„Ég fíla ekki grænmeti, ég fíla bara nammi“

Talsvert stuð var í morgun þegar skagfirsk börn heimsóttu Nýprent og Feyki, líkt og sennilega flest fyrirtæki og verslanir á Króknum, og sungu fyrir sælgæti. Það viðraði vel á krakkana á Króknum þó reyndar virtust flest vera með bílstjóra sér til halds og trausts – enda meira en að segja það fyrir litla kroppa að standa undir öllum þessum öskudagsgjöfum.
Meira

Fálki handsamaður í Vatnsdalnum

Sigurður Rúnar Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal, handsamaði fálka sem eitthvað var skaddaður lét þá Róbert Daníel Jónsson og Höskuld Birki Erlingsson lögreglumann á Blönduósi vita. Þeir fóru á staðinn og kíktu á fuglinn og úr varð að þeir tóku fálkann með sér á Blönduós höfðu samband við Náttúrufræðistofnun og sendu hann síðar í Húsdýragarðinn.
Meira