Fjögur úr Tindastól valin í æfingahópa yngri landsliða KKÍ
Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfubolta hafa valið næstu æfingahópa sína fyrir áframhaldandi úrtaksæfingar sem framundan eru í febrúar. Það eru yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023 sem um ræðir og hefur leikmönnum og forráðamönnum þeirra verið tilkynnt um valið. Fjögur valin úr Tindastól.
Í tilkynningu frá KKÍ segir að um sé að ræða áframhaldandi hópa hjá liðunum sem eru boðuð núna til æfinga en liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum. Liðin æfa næst saman helgina 17. - 19. febrúar en U18 lið stúlkna æfir helgina 11.-12. febrúar og í kjölfarið eftir þá æfingar í byrjun mars verða loka 16 manna U16 og U18 liða hópar og 20 manna lokahópar U15 liða valdir fyrir verkefni sumarsins.
„Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum. U15 liðin fara til Finnlands í æfingabúðir og leika vináttulandsleiki gegn Finnum í byrjun ágúst. U16 og U18 liðin taka þátt á NM 2023 með Norðurlöndunum og fara einnig á EM yngri liða hvert um sig. Þá eru U20 ára liðin á leið á EM einnig og í fyrsta sinn í langan tíma á NM einnig fyrr í sumar,“ segir í tilkynningu KKÍ.
Fjögur hafa verið valin í úr Tindastóli í æfingahópa KKÍ en það eru Emma Katrín Helgadóttir í U15 stúlkna, Axel Arnarsson U16 drengja og í sinn hvorn U18 flokkinn Ingigerður Sól Hjartardóttir og Orri Már Svavarsson.
HÉR er hægt að sjá hverjir hafa verið boðaðir til áframhaldandi æfinga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.