Tveir knapar frá Norðurlandi vestra í fyrsta úrtaki U-21 landsliðshópsins í hestaíþróttum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
04.12.2023
kl. 14.34
Á heimasíðu Landssambands Hestamannafélaga (Ihhestar.is) segir að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U-21 landsliðsins í hestaíþróttum, sé búin að velja fyrsta úrtak í landsliðshóp sinn fyrir starfsárið 2024, alls 18 knapa. Voru þau Guðmar Hólm Ísólfsson frá Hestamannafélaginu Þyt og Þórgunnur Þórarinsdóttir frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi valin í hópinn en framundan eru heilmikil verkefni því landsliðshópurinn starfar yfir allt árið. Hápunktur komandi árs er þátttaka á Norðurlandamótinu í Herning í Danmörku 8.- 11. ágúst næstkomandi og lokahópur Íslands á mótið verður kynntur í sumar.
Meira