Rúnar Már til liðs við Skagamenn
Króksarinn og knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur nú snúið heim á klakann eftir fjölmörg ár erlendis í atvinnumennsku. Hann er reyndar ekki genginn til liðs við Tindastól því hann hefur skrifað undir samning við ÍA, sem nú spilar í Bestu deildinni, en samningur hans við Skagamenn gildir til loka tímabilsins 2026.
Hjá ÍA hittir hann fyrir Króksarann Jón Gísla Eyland Gíslason og reyndar einnig Hlyn Sævar Jónsson sem er bróðursonur Hrafnhildar Guðjóns, ektakvinnu Stefáns Vagns.
„Rúnar Már hefur leikið 32 A-landsleiki og skoraði í þeim 2 mörk. Hann spilaði sem atvinnumaður í Svíþjóð, Sviss, Rúmeníu og Kasakstan. Spilaði hann 271 leik og skoraði í þeim 60 mörk og gaf 42 stoðsendingar. Á þessum tíma vann Rúnar Már deildina í Rúmeníu tvisvar sinnum, deildina í Kasakstan einu sinni og varð meistari meistaranna bæði í Rúmeníu og Kasakstan. Hann spilaði í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar og eru Evrópuleikirnir 29, 9 mörk og 5 stoðsendingar,“ segir í frétt á Fótbolti.net.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.