Íþróttir

Tap í fyrsta leik Mfl. kvenna í 1. deildinni

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik á laugardaginn à þessu tímabili. Þær héldu suður í Breiðholtið þar sem þær kepptu við Aþenu. Fyrsti leikhluti fór 26 - 18 fyrir heimastúlkum. Tindastólsstúlkur áttu ágætis annan leikhluta sem endaði 22-21 fyrir Aþenu. Staðan því í hálfleik 48 - 39. Aþenu stúlkur gáfu svo í í seinni hálfleik og fór þriðji leikhluti 23 - 8 og fjórði leikhluti 29 - 12. Lokatölur voru því 100 - 59 fyrir Aþenu. 
Meira

Sigur í fyrsta leik Tindastóls í Subway deildinni

Íslandsmeistararnir hófu keppnistímabilið sitt í Subway deild karla í gærkvöldi þegar þeir fóru í Forsetahöllina og spiluðu á móti Álftanesi. Gaman var að sjá metnaðarfulla umgjörð hjá þeim fyrir leikinn og á leiknum sjálfum og greinilegt að það er mikill uppgangur í körfuboltanum á Álftanesi. Forsetahöllin var þétt setin og stemmingin var mjög góð, það vantaði að sjálfsögðu ekki stuðningsfólk Tindastóls á leikinn.
Meira

Svekkjandi tap gegn BC Trepca í gær – 69-77

Undirrituð var nú ekki mikið að flýta sér að setja þessa frétt inn því hún er frekar súr yfir því að Tindastólsmenn töpuðu leiknum í gær gegn BC Trepca því þetta leit alveg þokkalega út svona framan af. Þó að strákarnir hafi verið lengi í gang þá vorum við yfir í hálfleik, þó það hafi nú ekki verið mörg stig. Fyrri hluta þriðja leikhluta langar mig bara að gleyma því engin voru stiginn en svo kom mjög góður kafli en enga að síður þurfum við að sætta okkur við tapið 69-77. Þá er spurning hvernig leikurinn á milli BC Trepca og Pärnu. Mér skilst að ef að Pärnu sigrar leikinn með minna en fimm stiga mun þá er ennþá séns, eða hvað segja körfuboltaspekúlerarnir?
Meira

Tindastólshópurinn farinn til Eistlands

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að meistaraflokkur karla lagði land undir fót og hélt af stað til Eistlands þar sem þeir munu taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll varð íslandsmeistari í vor og áttu þeir því rétt á ásamt fjórum efstu liðum deildarinnar að sækja um þátttöku í þessari keppni. Um er að ræða þriggja liða riðil í forkeppni og mun það lið sem verður í fyrsta sæti tryggja sér þátttöku í riðlakeppni mótsins og er þá keppt heima og að heiman í fjögurra liða riðlum.
Meira

Kynning á Pílu fyrir krakka

Pílukastfélag Skagafjarðar heldur kynningardag mánudaginn 2. Október milli klukkan 17:30 og 19:00 fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í aðstöðu félagsins að Borgarteigi 7.
Meira

Tindastól spáð titlinum

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna var opinberuð á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Íslandsmeisturum Tindastóls er spáð efsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á komandi tímabili. Tindastóll fékk 340 stig af 396 mögulegum stigum. Val er spáð öðru sætinu og það sem er kannski stóra fréttin í þessari spá að nýliðunum í Álftanesi er spáð þriðja sætinu.
Meira

Kaffi Króks mótaröðin í pílu farin af stað

Fyrsta innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var haldið í gærkvöldi en þá var fór fram fyrsta keppni í Kaffi Króks mótaröðinni. Keppt var í fjórum deildum þar sem keppendur röðuðu sér niður eftir sínu meðaltali. Eftir hvert mót verður meðaltal mótsins skoðað og raðað niður í deildir fyrir næsta mót sem verður eftir hálfan mánuð.
Meira

Valsmenn meistarar meistaranna

Körfuboltatímabilið fór formlega af stað í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti bikarmeisturum Vals í leiknum Meistarar meistaranna. Leikurinn var ansi fjörugur en á löngum köflum voru heimamenn ansi villtir í sínum leik. Gestirnir náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta og Stólarnir náðu aldrei í skottið á þeim eftir það. Það fór því svo að Valsmenn unnu fjórða leikinn í Síkinu í röð, að þessu sinni 72-80, og kannski er þetta bara orðið nóg í bili.
Meira

Erfið lokahelgi frábærs tímabils hjá stelpunum

Norðvesturúrvalið í 3. og 2. flokki (Tindastóll, Hvöt, Kormákur og Fram) spilaði síðustu leiki sína þetta sumarið nú um helgina. Fyrst mættu stelpurnar í 2. flokki sameinuðu liði Þórs/KA/Völsungs 2 í leik þar sem spilað var um sæti í A-deild og höfðu gestirnir betur, 3-5. Í dag spilaði síðan 3. flokkur gegn liði FH/ÍH en sá leikur endaði 0-6 og gestirnir tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Meira

Stórleikur hjá 2. flokki kvenna á laugardag

Fótboltastelpurnar á Norðurlandi vestra hafa heldur betur sýnt takta í sumar. Nú á fimmtudagskvöldið spilaði 2. flokkur Tindastóls, Kormáks, Hvatar og Fram sinn síðasta leik í B-riðli Íslandsmótsins og var andstæðingurinn Haukar. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og fór svo að Norðvestur-úrvalið vann leikinn 2-4 og endaði efst í riðlinum, fékk 30 stig í 12 leikjum.Á morgun, laugardag, spila stelpurnar síðan við Þór/KA/Völsung 2 á Sauðárkróksvelli þar sem sætið í A-deild er í húfi.
Meira