Íþróttir

Njarðvík hafði betur gegn Stólunum í framlengdum leik sl. föstudag

Á föstudaginn var, 17. nóvember, brunuðu Stólastrákar til Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þar sem spilaður var hörkuleikur sem endaði í framlengingu þar sem Njarðvík vann leikinn 101-97. Stólastrákar spiluðu án Sigtryggs Arnars, David Geks og Hannes Inga. Pétur var ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni en gaman var að sjá að Callum Lawson og Ragnar Ágústsson stigu upp í leiknum og voru með þeim stigahæstu.
Meira

Fjórði sigurinn í röð hjá Stólastúlkum

Já það leikur á alls oddi hjá Stólastúlkum þessar vikurnar því í gær, fimmtudaginn 16. nóvemer, náðu þær í fjórða sigurinn í röð þegar Ungmennaflokkur Keflavíkur kom í Síkið. Eftir leikinn sitja þær í 2. sæti með fjóra sigra og tvö töp en KR situr í því fyrsta með fimm sigra og eitt tap. 
Meira

Króksamót á Króknum sl. laugardag

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu sl. laugardag og var þetta í tólfta skiptið sem mótið var haldið. Þátttakendur voru um 170 á aldrinum 6 - 11 ára og komu frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Kormáki frá Hvammstanga/Hvöt frá Blöndósi/Fram frá Skagaströnd og svo að sjálfsögðu frá Tindastóli. Mikil spenna var í loftinu þegar fyrstu leikirnir fóru af stað og svar spilað frá kl. 10 um morguninn til að verða 19 um kvöldið. Þarna voru margir krakkar á sínu fyrsta körfuboltamóti en spilað var 2x10 mínútur og 1x10 mínútur hjá þeim yngstu, 6 - 7 ára.
Meira

Tindastóll/Hvöt/Kormákur vann B-deildina í 4. flokki kvenna

Tindastóll/Hvöt/Kormákur í 4. flokki kvenna sendi 23 stelpur í tveimur liðum til leiks á Stefnumót KA í Boganum sl. helgi. Spilað var föstudag, laugardag og sunnudag og stóðu þær sig allar mjög vel og lögðu sig 100% fram. Spilaður var mjög skemmtilegur fótbolti sem skilaði stelpunum í liði eitt sigri í B-deildinni. 
Meira

Fræðsludagur UMSS

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Meira

Íþróttir í sólarhring

Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir að 10. bekkur þreytir nú íþróttamaraþon í íþróttahúsinu. Löng hefð er fyrir þessu maraþoni og taka starfsmenn og foreldrar virkan þátt. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa allir nemendur skólans tekið þátt í leikjum og dansi með þeim. 10. árgangur keppti einnig á móti starfsmönnum í bandí og bauð starfsfólki upp í dans. M.a. sem þau ætla að gera í maraþoninu er að spila fótbolta, synda, hjóla á þrekhjóli, dansa, gera teygjur og margt fleira.
Meira

Svekkjandi tap á móti Stjörnunni

Meistaraflokkur karla tók á móti Stjörnunni í Síkinu fimmtudaginn 9. nóvember. Stjarnan var búin að vera á blússandi siglingu fram að þessum leik og máttu því Stólarnir eiga vona á kröftugum leik þar sem fréttir bárust að Pétur Rúnar yrði með í leiknum.
Meira

Hvöt átti eitt lið á Goðamóti Þórs í 5. flokki drengja

Á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að Hvöt hafi sent frá sér eitt lið í 5. flokki drengja á Goðamót Þórs sem haldið var í Boganum á Akureyri sl. helgi. Er þetta mót algjör veisla fyrir unga knattspyrnuiðkendur og gekk ýmislegt á eins og fylgir svona mótum. Liðið vann nokkra góða sigra, gerði eitt jafntefli en einnig nokkur svekkjandi töp í hörku leikjum en allt er þetta mjög lærdómsríkt fyrir liðið og fer því beint í reynslubankann. Flottir strákar hér á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Áfram Hvöt!
Meira

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ í Síkinu í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15. Hamborgararnir á sínum stað frá 18:15 eins og fram kemur á Facebooksíðu deildarinnar. Tindastólsbúðin verður að sjálfsögðu opin og hægt að nálgast árskortin. Fjölmennum í Síkið. Áfram Tindastóll 
Meira

Stólastúlkur unnu Hamar/Þór Þ. með minnsta mögulega mun

Það var fínasta mæting í Síkið í gær þegar Stólastúlkur tóku á móti Hamar/Þór Þ., miðvikudaginn 8. nóvember. Hammararnir seldust upp og mikil spenna fyrir leiknum því gestirnir sátu í 2. sæti í deildinni og Stólastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum og því von á kröftugum leik.
Meira