Íþróttir

Nú mæta allir í Síkið

Íslandsmeistarar Tindastóls taka á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:30 en miðasala fer fram á Stubb. Nú er um að gera að fjölmenna í Síkið og styðja strákana okkar til sigurs. Grindvíkingar rúlluðu yfir okkar menn í fyrsta leik og nú þurfa allir Stólar að gera betur.
Meira

Snæfell heldur í vonina með sigri á Stólastúlkum í kvöld

Tindastóll og Snæfell léku þriðja leik sinn í úrslitakeppni um sæti í efstu deild nú í kvöld og var leikið í Stykkishólmi. Stólastúlkur höfðu unnið góða sigra í fyrstu tveimur leikjunum og hefðu því getað sópað liði Snæfells úr keppni í kvöld en það fór á annan veg. Lið Tindastóls sá ekki til sólar í fyrri hálfleik og þrátt fyrir smá klór í síðari hálfleik tókst stelpunum ekki að minnka muninn að ráði. Lokatölur 67-54.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Kormáks/Hvatar heimsóttir Fífuna í dag þar sem lið Augnabliks beið þeirra. Um var að ræða leik í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Eftir ágæta byrjun fór allt í skrúfuna hjá gestunum og það voru heimamenn sem höfðu 5-2 sigur og ævintýri Húnvetninga í Mjólkurbikarnum því lokið þetta árið.
Meira

Stólarnir reyndust sterkari á vítapunktinum

Tindastóll og Magni Grenivík mættust í dag í 2. umferð Mjólkurbikars karla og fór leikurinn fram við fínar aðstæður á Króknum. Grenvíkingar eru deild ofar en Stólarnir en urðu að sætta sig við að kveðja bikarinn eftir að hafa lotið í lægra haldi eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni þar sem Stólarnir reyndust sterkari á svellinu.
Meira

Grindvíkingar Kane-lausir í Síkinu á mánudaginn

Íslandsmeistarar Tindastóls leika annan leik sinn í úrslitakeppni Subway-deildarinnar á mánudagkvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Grindvíkingar verða þá án eins af lykilmönnum sínum þar sem aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í gær DeAndre Kane í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar eftir leik í 21. umferð deildarkeppninnar.
Meira

Ferriol mættur á miðjuna hjá Stólunum

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Spánverjann Manuel Ferriol Martínez um að leika með liðinu út komandi tímabil í 4. deildinni. Ferriol er miðjumaður að upplagi, 180 sm á hæð og 25 ára gamall, og getur leyst margar stöður á vellinum. Kappinn er kominn til landsins og mun líklegast taka þátt í leiknum á morgun þegar lið Tindastóll tekur á móti Magna í annarri umferð Mjólkurbikarsins.
Meira

Kormákur Hvöt leikur á Sjávarborgarvellinum í sumar!

Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og hinn rómaði veitingastaður Sjávarborg hafa með bros á vör skrifað undir samning þess efnis að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar leiktíðina 2024. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila.
Meira

Ekki beinlínis ágætis byrjun

Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í úrslitakeppninni fór fram í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Ekki ráku meistararnir beinlínis af sér slyðruorðið með frammistöðu sinni þrátt fyrir að hafa skorað 88 stig því Grindvíkingar gerðu 111 og synd að segja að varnarleikur Stólanna hafi verið upp á marga fiska. Það voru tapaðir boltar sem reyndust dýrkeyptir að þessu sinni. Venju samkvæmt voru Stólarnir vel og dyggilega studdir en það var fátt til að gleðja þá þegar á leið.
Meira

Þórarinn Eymunds marði fimmganginn í Meistaradeild KS

Þriðja keppniskvöld Meistaradeildar KS fór fram 3. apríl þegar keppt var í fimmgangi. Mörg góð hross voru skráð til leiks og nokkrir reynsluboltar voru innan um nýja og efnilega. Mjög mjótt var á munum en að lokum var það hátt dæmdi stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti og knapi hans Þórarinn Eymundsson sem sigruðu með einkunnina 7,21.
Meira

Stólastúlkur í stuði og komnar í lykilstöðu

Í kvöld mættust lið Tindastóls og Snæfells öðru sinni í fjögurra liða úrslitum um sæti í efstu deild körfunnar. Lið Tindastóls sótti sterkan sigur á heimavöll Snæfells í fyrsta leik og í kvöld bættu Stólastúlkur um betur og unnu öruggan sigur þar sem þær leiddu allan leikinn. Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrsta leikhluta þar sem heimastúlkur náðu 16 stiga forystu. Lokatölur voru 75-60 og staðan í einvíginu því 2-0 fyrir Tindastól.
Meira