Þegar fyrsti leikur fer í gang er sumarið komið!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.04.2024
kl. 14.37
Það kemur sjálfsagt engum á óvart sem þekkir Bryndísi Rut Haraldsdóttur, fyrirliða kvennaliðs Tindastóls í Bestu deildinni í knattspyrnu, að sumarið leggst alveg rosalega vel í hana. „Ég er orðin mjög spennt að byrja tímabilið eftir langan vetur og held að þetta verði alveg ótrúlega gaman – eins og þetta er nú alltaf!“ segir hún hress og jákvæð. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliðann en fyrsti leikur Stólastúlkna í Bestu deildinni er á morgun, sunnudag kl. 16, og er frítt á völlinn í boði Uppsteypu.
Meira