Íþróttir

Allir í Síkið !

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta. Stelpurnar spila seinasta deildarleikinn sinn í kvöld, þriðjudaginn 2.apríl, við lið Keflavíkur u.fl. og hefst leikurinn kl.19:00.
Meira

Algjörlega geggjuð Spánarferð fótboltastúlknanna frá Norðurlandi vestra

Úrvalslið Tindastóls, Hvatar og Kormáks (THK) í 3. flokki kvenna fór snilldar æfinga- og keppnisferð til Salou á Spáni nú seinni partinn í mars og tók þar þátt í Costa Daurada Cup. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar stóðu sig með miklum glæsibrag og skiluðu sér í undanúrslit þar sem þær urðu að þola tap gegn liði frá Japan. Þær urðu því að deila 3.-4. sæti með liði sem kallast Bayern Munchen. Feykir plataði einn af liðsstjórum hópsins, Þóreyju Gunnarsdóttur, til að segja frá Spánarferðinni sem hún segir hafa verið algjörlega geggjaða.
Meira

Molduxar lögðu Molduxa í úrslitum Páskamóts Molduxa

Hið glæsilegu páskamóti Molduxa fór fram í dag en þetta er í þriðja skipti sem mótið er haldið. „Átta lið voru skràð til leiks að þessu sinni og eins og á öðrum Molduxamótum sáust taktar sem sjást ekki á hverjum degi á körfuboltavellinum. Keppnin var hörð en gleðin var alltaf til staðar,“ segir í frétt á Facebook-síðu körfuknattleiksdeilda Tindastóls en mótið er haldið til styrktar Stólunum.
Meira

92 keppendur tóku þátt í Fljótamótinu

Ferðafélag Fljótamanna stendur fyrir Fljótamóti, skíðagöngumóti í Fljótum, á föstudeginum langa ár hvert en keppt er í öllum aldursflokkum og mótið því upplagt fyrir alla fjölskylduna. Í umfjöllun um mótið á Facebook-síðu þess kemur fram að keppendur í gær hafi verið 92 og allir glaðir en göngubrautin var fimm kílómetra löng.
Meira

Aco ráðinn aðstoðarþjálfari Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar hefur tilkynnt um ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara en það er enginn annar en Aco Pandurevic sem mun aðstoða Ingva Rafns Ingvarsson á komandi keppnistímabili. „Aco, sem áður hefur þjálfað Kormák Hvöt, leggur nú lokahönd á UEFA A þjálfaragráðu sína og kemur fullur af eldmóði og þekkingu inn í tímabilið í 2. deild,“ segir í tilkynningu á Aðdáendasíðu Kormáks.
Meira

Húnvetningar styrkja hópinn

Lið Kormáks/Hvatar hefur spilað fjóra leiki í Lengjubikarnum og á einn leik eftir sem fara átti fram um síðustu helgi á Greifavellinum á Akureyri en var frestað. Í þeim fjórum leikjum sem búnir eru hefur liðið krækt í tvö jafntefli en tapað tveimur leikjum og er því á botni 4 riðils í B-deild keppninnar.
Meira

Kría hafði betur í toppslagnum

Karlalið Tindastóls í fótboltanum spilaði síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í gær en þá fengu þeir lið Kríu í heimsókn á græna flauelsdúkinn á Króknum. Leikurinn átti að fara fra, um liðna helgi en var þá frestað vegna snjóa og veðurs. Úr varð spennuleikur en bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í riðli 4 í C-deild Lengjubikarsins. Það fór á endanum svo að Kría hafði betur, gerðir þrjú mörk en lið Tindastóls tvö.
Meira

Sæti í úrslitakeppninni hangir á bláþræði

Það skiptast á skin og skúrir í körfuboltanum. Síðasta vor flugu Stólar og stuðningsmenn með himinskautum. Nú á liðið einn og einn góðan leik og þrátt fyrir að Stólarnir hafi aldrei haft jafn öflugan leikmannahóp á sínum snærum er átakanlegt að horfa á liðið kasta frá sér sigri sí ofan í æ. Í dag endurtók sagan sig á Egilsstöðum þar sem lið Hattar snéri leiknum við í fjórða leikhluta og skaust upp fyrir lið Tindastóls í deildinni og tryggði sér um leið sæti í úrslitakeppninni. Lokatölur 87-82 og nú er staðan sú að ef Höttur vinnur sinn leik í lokaumferðinni og Stjarnan og Tindastóll sína, þá eru meistararnir komnir í sumarfrí, en tapi Höttur þá fer Stjarnan í frí. Það verða því nagaðar neglur næstu daga í Skagafirði og víðar.
Meira

Jón Oddur stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins

Fjórða mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Alls voru það 16 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni og var keppt í tveimur deildum. Fyrstu deildina sigraði Jón Oddur Hjálmtýsson en í öðru sæti varð Arnar Már Elíasson.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði ÍR

Stólastúlkur tóku hús á ÍR-ingum í kvöld í 20. umferð 1. deildar kvenna í körfunni. Lið ÍR situr á botni deildarinnar og þær áttu í raun aldrei séns gegn liði Tindastóls þó munurinn hafi ekki verið mikill alveg fram í fjórða leikhluta. Gestirnir náðu góðu forskoti í byrjun og héldu því og unnu að lokum góðan sigur, lokatölur 45-69.
Meira