Aldrei fleiri Tindastólskrakkar skráðir til leiks
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.05.2024
kl. 10.04
Dagana 10.-11. maí fóru Snillingamót og Bikarmót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Tindastóll sendi að þessu sinni níu þátttakendur til leiks og er það metþátttaka – aldrei hafa fleiri Tindastólskrakkar tekið þátt í einu móti.
Á síðu badmintondeildar Tindastóls segir að í U9 tóku þátt þeir Aron Elmar, Aron Sölvi, Almar Logi, Hafþór Nói og Jóel Darri. Í U11 tóku þátt þeir Ólafur Bjarni og Karl Goðdal og í U13 þær Sigurbjörg Sól og Júlía Marín.
Fram kemur að margir badmintonspilaranna voru að taka sín fyrstu skref á keppnisvellinum og stóðu sig svakalega vel, margir hörkuleikir og frábær tilþrif.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.