Íþróttir

Martröðin í Sláturhúsinu

Nei, þetta er ekki titillinn á nýjustu mynd Quentin Tarantinos heldur lýsing á leik Tindastólsmanna í Sláturhúsinu suður með sjó í gærkvöldi. Eftir draumaleik gegn Njarðvíkingum fyrir viku þá gekk hvorki né rak hjá Stólunum þegar þeir mættu grönnum Njarðvíkinga, Keflvíkingum, í Dominos-deildinni og niðurstaðan skellur. Keflvíkingar sigruðu 101-79.
Meira

Metabolic-leikarnir fara fram á morgun

Á morgun, laugardaginn 5. nóvember fara Metabolic-leikarnir fram á Sauðárkróki. Þar munu iðkendur og þjálfarar Metabolic víðsvegar að af landinu hittast, keppa og gera sér glaðan dag saman.
Meira

Haukur Skúla þjálfar Stólana

Haukur Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari m.fl. karla Tindastóls í fótbolta. Honum til aðstoðar í vetur verður Christopher Harrington og fyrir sumarið verður gengið frá ráðningu á öðrum þjálfara sem mun bætast í þetta þjálfarateymi.
Meira

Draumaleikur Stólanna

Njarðvíkingar mættu til leiks í Síkinu í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta og fengu óbliðar móttökur frá Tindastólsmönnum sem hreinlega kjöldrógu gestina fyrstu þrjá fjórðungana. Hver og einn einasti leikmaður Tindastóls var með sitt hlutverk á hreinu í kvöld en enginn skilaði sínu betur en Björgvin Hafþór sem hlýtur að hafa átt leik lífs síns. Það hreinlega gekk allt upp hjá kappanum. Staðan í hálfleik var 51-28 en lokatölur 100-72.
Meira

Skyldusigur í Hertz-hellinum

Tindastólsmenn fóru nokkuð létt með ÍR-inga í Hertz-hellinum í Seljaskóla í gær þegar þriðja umferð Dominos-deildarinnar hófst. Stólarnir náðu undirtökunum upp úr miðjum fyrsta leikhluta en náðu þó ekki að stinga heimamenn af fyrr en í þriðja leikhluta. Pétur Birgis og Chris Caird voru bestir í liði Stólanna en lokatölur voru 68-82.
Meira

Arnar Skúli aðalþjálfari mfl. kvenna

Arnar Skúli Atlason hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari m.fl. kvenna hjá Tindastóli. Arnar Skúli var í sumar einn af þjálfurum m.fl. kvenna en tekur nú við keflinu sem aðalþjálfari.
Meira

Christopher Harrington ráðinn þjálfari 3. og 4. flokks karla og kvenna í fótboltanum

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur náð samkomulagi við Christopher Harrington um að hann taki að sér þjálfun 4. flokks karla og kvenna, 3. flokks karla og aðstoðar- og fitness þjálfari 3.fl. kvenna ásamt fleiri verkefnum hjá deildinni.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Hrannar Leifsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Hrannar er með B.S. gráðu í iþrótta- og heilsufræði auk UEFA B gráðu og KSÍ 5 þjálfaragráðu. Hann mun þjálfa yngstu flokka félagsins og tekur til starfa 1. nóvember.
Meira

Íslandsmót í Boccia á Sauðárkróki um helgina - myndasyrpa og streymi

Það er mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þessa helgi en Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni. Mótið var sett í gærkvöldi en keppni hófst klukkan 9 í morgun og stendur fram á kvöld. Í fyrramálið hefst keppni á ný á samatíma.
Meira

Gríðarleg pressa á Stólunum sem sigruðu Þórsara í gær

„Þarna mætti liðið sem við reiknuðum með í byrjun,“ segir Ingólfur Jón Geirsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Tindastóls eftir góðan sigur Stólanna á grönnum sínum Þór frá Akureyri 94-82 á Sauðárkróki í gærkvöldi. Mamadou Samb var stigahæstur Stóla með 25 stig, Pétur Rúnar Birgisson 20 og Cristopher Caird setti16 stig. Pape Seck annar Senegalanna í liðinu lék í tæpar 16 mínútur í gær og skoraði 11 stig.
Meira