Íþróttir

Skákæfingar fyrir börn og unglinga

Skákfélag Sauðárkróks hyggst, eftir áramót, byrja með skákæfingar fyrir börn og unglinga. Æfingarnar verða á mánudögum frá kl. 17.00 til 18.30 í Húsi Frítímans og verður fyrsta æfingin þann 9. janúar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur kunni mannganginn, en reynt verður að kenna þeim ýmis mikilvæg atriði, með það að markmiði að auka færni þeirra í skák. Á vef Skákfélagsins segir að fyrirkomulag æfinganna muni þróast eftir aðstæðum.
Meira

Ný heimasíða Tindastóls

Ungmennafélagið Tindastóll hefur tekið í notkun nýja heimasíðu en með henni er vonast til að upplýsingaflæði til foreldra og iðkenda muni batna frekar. Komnar eru inn helstu upplýsingar um starfsemi deildarinnar og allra flokka og verður heimasíðan uppfærð reglulega.
Meira

Akureyringar sterkari á lokakaflanum og Maltbikarinn úr sögunni hjá Stólunum

Tindastólsmenn sóttu spræka Þórsara heim til Akureyrar í dag og var leikurinn liður í 16 liða úrslitum Maltbikarsins. Það var því sannkallaður Norðurlandsslagur sem boðið var upp á og stóð hann undir nafni því baráttan var í algleymingi. Stólarnir voru yfir í hléi en heimamenn komu einbeittir til leiks í síðari hálfleik og á lokamínútum leiksins reyndust þeir sterkari og sigruðu 93-81.
Meira

Eysteinn Ívar í flokki með Gumma Ben og Rikka G

Mikill metnaður er í útsendingum frá heimaleikjum Tindastóls í körfunni hjá Tindastóll TV og nýtur mikilla vinsælda. Sýnt er beint frá leikjunum en einnig er hægt að nálgast þá eftir á. Sem dæmi hafa yfir 1200 manns horft á leikinn sem framfór í gærkvöldi. Þá hafa lýsendur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en nú hefur Eysteinn Ívar fengið óvænta athygli.
Meira

Tindastólsmenn í toppstandi gegn skrefþungum Skallagrímsmönnum

Skalla-Grímur gamli hefði sjálfsagt hrist hausinn yfir frammistöðu sveitunga sinna hefði hann verið í Síkinu í kvöld. Þeir voru næstbestir á öllum sviðum körfuboltans en Tindastólsmenn keyrðu yfir gestina frá fyrstu mínútu og þeir sáu aldrei til sólar. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir kröftuga og káta stuðningsmenn Stólanna sem sigruðu örugglega, 97-75.
Meira

Pétur með sigurkörfu á næst síðustu sekúndunni

Tindastólsmenn fögnuðu sætum sigri í Þorlákshöfn í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í Þór í áttundu umferð Dominos-deildarinnar. Leikurinn var allan tímann fjörugur og spennandi og úrslitin réðust í blálokin þegar Pétur Birgis setti ískaldur niður flauelsþrist þegar 1,4 sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur 92-95 fyrir Tindastól.
Meira

Efnilegir, góðir og meistarar verðlaunaðir hjá UMSS

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttaráðs UMSS 2016 var haldin hátíðleg sl. laugardag þar sem veitt voru verðlaun fyrir árangur ársins ásamt því að velja frjálsíþróttamann og konu ársins sem og að verðlauna unga og efnilega iðkendur, pilt og stúlku.
Meira

Króksarinn Atli Arnarson genginn til liðs við ÍBV

Fótbolti.net segir frá því að úrvalsdeildarlið ÍBV hefur fengið Króksarann og miðjumanninn Atla Arnarson til liðs við sig frá Leikni Reykjavík. Samningur Atla við Leikni rann út í síðasta mánuði en hann hefur nú gert tveggja ára samning við ÍBV.
Meira

Stólarnir með stjörnuleik gegn Stjörnunni í Ásgarði

Leik Stjörnunnar og Tindastóls var frestað vegna ófærðar á fimmtudaginn en strákarnir héldu ákveðnir af stað suður í gær og þrátt fyrir þjálfaraskipti, splunkunýjan Kana og eitt sprungið dekk þá stigu þeir heldur betur upp í Ásgarði Garðbæinga og hirtu bæði stigin í hörkuleik gegn Stjörnumönnum sem höfðu unnið alla sína leiki fram að þessum. Lokatölur 83-91.
Meira

María og Laufey á úrtaksæfingar

Tvær Tindastólsstúlkur verið boðaðar á úrtaksæfingar á vegum KSÍ um helgina. Þetta eru þær María Dögg Jóhannesdóttir sem hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U16 og svo Laufey Harpa Halldórsdóttir sem hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U17 í fótboltanum.
Meira