Íþróttir

Draugagangur í Síkinu

Lið Tindastóls og KR buðu upp á geggjaðan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þar sem liðin áttust við í 12. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn spiluðu frábærlega með Pétur Birgis í ofurstuði í fyrri hálfleik og voru hreinlega búnir að jarða Vesturbæingana. En þeir risu upp í síðari hálfleik, héldu haus og með Jón Arnór óstöðvandi komust þeir með mikilli seiglu inn í leikinn. Síðustu fjórar mínúturnar sprungu Stólarnir á limminu og KR gerði á þeim kafla 21 stig gegn fimm stigum Tindastóls og unnu leikinn 87-94!
Meira

Tindastóll - KR í kvöld – Allir í Síkið!

Það má búast við baráttuleik þegar KR mætir Tindastóli í Síkinu í kvöld. Tindastóll sat á toppi úrvalsdeildarinnar yfir jólin með 18 stig líkt og Stjarnan sem steig eitt fet áfram í gær eftir sigurleik gegn Þór Akureyri. KR nartar í hæla Tindastóls með 16 stig og nú hefur verið uppljóstrað að landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson muni leika sinn fyrsta leik með KR síðan árið 2009.
Meira

Salbjörg Ragna er íþróttamaður USVH 2016

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga fimmtudaginn 29. desember. Þar var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík kjörin Íþróttamaður USVH árið 2016.
Meira

Hard Wok Cafe gefur yngri iðkendum gjafabréf

Á heimasíðu Tindastóls segir að Hard Wok Cafe á Sauðárkróki sé öflugur styrktaraðili körfuknattleiksdeildar Tindastóls en á dögunum fengu iðkendur yngri flokka gjafabréf frá fyrirtækinu.
Meira

Frísklegt sjávarbað á Þrettándanum

Á föstudaginn eru allir hvattir til að fá sér frísklegt sjávarbað á Þrettándanum. Verður komið saman norðan við nýja hafnargarðinn í smábátahöfninni á Sauðárkróki klukkan 12 á hádegi föstudaginn 6. janúar.
Meira

Vel mætt hjá Rúnari Má

Fótboltakappinn Rúnar Már Sigurjónsson var gestur knattspyrnudeildar Tindastóls í Húsi frítímans nú rétt fyrir áramótin. Sagði hann frá knattspyrnuferli sínum og þátttöku hans með landsliðinu á EM í sumar. Fjölmenntu ungir og áhugasamir knattspyrnuiðkendur af báðum kynjum sem vildu heyra hvað atvinnumaðurinn hefði að segja. Rúnar Már dró ekkert undan og var ekkert að fegra lífið í atvinnumennskunni sem getur verið erfitt og einmanalegt á köflum þó margar góðar stundir væri það sem gerði atvinnumennskuna spennandi.
Meira

Á þriðja hundrað þreyttu gamlárshlaup

Vel á þriðja hundrað manns þreyttu gamlárshlaup á Sauðárkróki sem að vanda hófst kl 13 á gamlársdag. Það var Árni Stefánsson, sem haldið hefur úti skokkhóp á staðnum í rúm 20 ár sem ræsti hlaupið með rakettu. Að þessu sinni tóku 269 þátt, sem er örlítið færri en í fyrra en þá var slegið þátttökumet og veður mun betra en í ár.
Meira

Íþróttamanni Skagafjarðar afhentur bikarinn á æfingu – Myndband

Pétur Rúnar Birgisson íþróttamaður Skagafjarðar og Israel Martin besti þjálfarinn að mati dómnefndar voru færðir bikarar og viðurkenningaskjöl á æfingu. Þá fékk meistaraflokkur karla tilnefningu sem lið ársins. Þar sem engin miskunn er gefinn í íþróttunum þegar ná á árangri komust þeir Pétur Rúnar og Israel Martin hvorugur á afhendingu viðurkenninga hjá UMSS í kvöld en athöfnin fór fram í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Eftir að formaður körfuboltadeildarinnar hafði tekið við viðurkenningunum var brugðið á það ráð að fara með góssið á æfingu eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.
Meira

Pétur Rúnar íþróttamaður ársins

Í kvöld fór fram val á íþróttamanni Skagafjarðar í Húsi frítímans á Sauðárkróki að viðstöddu fjölmenni. Fjöldi ungra íþróttakappa fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum greinum og besti þjálfarinn verðlaunaður sem og besta liðið. Besta liðið að mati valnefndar að þessu sinni var lið meistaraflokks karla í knattspyrnu en það þótti afreka vel í sumar er það færði sig upp um deild og ekki síst fyrir það að liðið sigraði andstæðinga sína 17 leiki í röð á Íslandsmótinu.
Meira

Verður 280 manna þátttökumet slegið?

Hið árlega Gamlársdagshlaup verður haldið á Sauðárkróki á gamlársdag, 31. desember. Í fyrra var þátttökumet í hlaupinu þegar 280 manns skráðu sig til leiks. Að sögn Árna Stefánssonar forsvarsmanns hlaupsins er ekki útilokað að það met verði slegið í ár.
Meira