Íþróttir

Rúnar Már í heimsókn

Á morgun fimmtudag, ætlar Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður í fótbolta að mæta í Hús frítímans á Sauðárkróki og spjalla við knattspyrnuiðkendur Tindastóls um heima og geima. Rúnar Már gekk í raðir Grasshopper í Sviss í sumar en lék þar áður með sænska knatt­spyrnuliðinu Sundsvall frá árinu 2013. Á Mbl.is segir að brotthvarf Rúnars Más frá Sundsvall í sumar hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að liðinu gekk illa á seinni hluta tímabilsins þar í landi en stjórnendur hafi ekki áttað sig á mikilvægi hans.
Meira

Rannveig Lilja Helgadóttir hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa

23. jólamót Molduxa í körfubolta hófst í morgun. 18 lið eru skráð til keppni og verður leikið viðstöðulaust fram á seinniparts dags þegar úrslit liggja fyrir. Áður en mótið var sett var Samfélagsviðurkenning Molduxa veitt í annað sinn. Að þessu sinni var það Rannveig Lilja Helgadóttir sem hlaut þann heiður en hún hefur verið ötul í íþróttastarfi í Skagafirði og komið víða við. Meðal annars hefur Rannveig gegnt starfi formanns sunddeildar Tindastóls, gjaldkeri skíðadeildar Tindastóls í um tvo áratugi, var meðal annarra stofnandi fimleikadeildar innan Tindastóls, sem reyndar er ekki starfandi lengur.
Meira

Jólamót Molduxa - Myndbönd

23. jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið á morgun, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið verður sett með veitingu Samfélagsviðurkenningar Molduxa kl. 10:55 og fyrstu leikir flautaðir á stundvíslega kl. 11:00. Keppt verður í einum flokki, og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð. Alls hafa 17 lið skráð sig til keppni svo það er ljóst að mikið verður að gerast. Meistaraflokkur Tindastóls sér um dómgæslu og yngri flokkar sjá um ritaraborðin.
Meira

Pétur Rúnar Birgisson er íþróttamaður Tindastóls 2016

Í gærkvöldi fór fram val á íþróttamanni Tindastóls fyrir árið 2016. Sex frambærilegir íþróttamenn höfðu verið tilnefndir en sá sem helst þótti skara fram úr á árinu er körfuboltasnillingurinn Pétur Rúnar Birgisson. Á heimasíðu Tindastóls segir að Pétur hafi átt frábært ár sem körfuknattleiksmaður og sé orðinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum landsins þrátt fyrir ungan aldur.
Meira

22 kepptu í jólajúdó

Jólamót júdódeildar Tindastóls fór fram í gær í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en um innanfélagsmót var að ræða. Allir keppendur fengu gullpening og pítsur að móti loknu og mikil gleði ríkti í herbúðum þeirra.
Meira

Íþróttamaður U.M.F.Tindastóls 2016.

Þann 22. desember verður tilkynnt um val á íþróttamanni U.M.F.Tindastóls fyrir árið 2016 og fer athöfnin fram í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Auk afhendinga viðurkenninga munu deildirnar kynna starf sitt í stuttu máli.
Meira

Tindastóll á toppnum eftir háspennuleik gegn Haukum

Það var geggjuð stemning í Síkinu í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði heimsóttu Tindastólsmenn. Þrátt fyrir að vera að gæla við fallbaráttuna er Haukaliðið mjög gott og þeir komu einbeittir til leiks gegn Stólunum. Eftir að Stólarnir höfðu leitt lengstum í síðari hálfleik voru það gestirnir sem voru nálægt því að ræna stigunum en Stólarnir tryggðu sér framlengingu þar sem þeir reyndust sterkari. Lokatölur 87-82.
Meira

Jolli áfram með U21 árs landsliðið

Sagt er frá því á vef Knattspyrnusambands Íslands að Króksarinn Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2018. Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.
Meira

Tindastóll áfram í bikarnum í yngri flokkum

Um helgina fóru fram tveir leikir hjá yngri flokkum körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Unglingaflokkur karla átti heimaleik á laugardaginn gegn Val Reykjavík og 10. flokkur drengja léku gegn FSu á Selfossi á sunnudaginn. Það fór svo að Tindastóll hafði sigur í báðum leikjunum.
Meira

Caird frábær í fimmta sigri Stólanna í röð

Grindavík og Tindastóll mættust í kaflaskiptum en spennandi leik í Mustad-höllinni suður með sjó í gærkvöld. Grindvíkingar voru betra liðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari náðu Stólarnir upp ágætri vörn og náðu að virkja Hester í sókninni. Að þessu sinni var það Chris Caird sem átti stórleik en kappinn skilaði 36 stigum í hús. Eftir sterkan lokakafla stungu Stólarnir af úr Grindavík með stigin þrjú en lokastaðan var 80-87.
Meira