Íþróttir

Costa og Senegalar farnir en Martin tekinn við þjálfarastöðunni

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Jose Maria Costa um að hann láti af störfum sem yfirþjálfari félagsins. Er stjórnin sammála um að leiðir Costa og stjórnar liggi ekki í sömu átt og því var komist að samkomulagi um að hann léti af störfum. Pape Seck og Mamadou Samb hafa einnig verið leystir undan samningi og leika ekki meira fyrir félagið.
Meira

Kröftugir körfuboltakrakkar frá Tindastóli í Sambíómótinu

Helgina 4.-5. nóvember sl. tóku 25 körfuboltakrakkar frá Tindastóli þátt í minniboltamóti Fjölnis í Grafarvogi fyrir 10-11 ára, Sambíómótinu. Í þessu móti og sambærilegum fyrirtækjamótum er gleðin og samveran í fyrirrúmi stigin ekki talin og allir vinna.
Meira

Laufléttur sigur í Síkinu

Tindastóll fékk framlágt lið Snæfells í heimsókn í Síkið í kvöld og unnu stórsigur eins og vænta mátti. Stólarnir náðu strax góðri forystu og það var augljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir voru ekki líklegir til að veita mikla mótspyrnu. Staðan í hálfleik var 49-21 og hálfgerð þolraun fyrir áhorfendur að komast í gegnum seinni hálfleikinn sem var óskeppandi með öllu. Lokatölur 100-57.
Meira

Snæfell mætir í Síkið í kvöld

Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Snæfells í Dominos deild karla í körfu. Leikurinn fer fram í Síkinu á Sauðárkróki og hefst kl. 19:15. Allir eru hvattir til að mæta á staðinn og fjölmenna á bekkina en þeir sem lengra eru geta séð leikinn í beinni útsendingu á TindastóllTV. Útsending hefst kl. 18:50.
Meira

Varð Evrópumeistari í Qigong

Herdís Ólína Hjörvarsdóttir rannsóknarmaður hjá Iceprotein á Sauðárkróki varð á dögunum Evrópumeistari í Qigong 2016. Qi-gong (borið fram tsí-gong) er kínversk heilsuíþrótt byggð á 5000 ára heimildum og hefðbundnum kínverskum lækningaaðferðum.
Meira

Tindastólsmenn skjótast á Akureyri í Maltbikarnum

Dregið var í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta í gær. Níu lið úr Dominos-deildinni voru í skálinni auk fjögurra liða úr 1. deildinni og þriggja úr 2. og 3. deild. Lið Tindastóls, sem bar sigurorð af liði KR b um helgina, fékk hörkuleik en strákarnir mæta liði Þórs Akureyri.
Meira

Krækjur efstar í 5. deild

Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki skráðu sig á Íslandsmótið í blaki nú í ár og spila þar í 5. deild. Um helgina var fyrsta törnering haldin í Kórnum í Kópavogi og unnu Krækjurnar alla sína fimm leiki 2-0 og eru þar með efstar í deildinni.
Meira

Fannar og félagar í KR b lutu í lægra haldi fyrir Stólunum

Tindastólsmenn gerðu aldrei þessu vant góða ferð í DHL-höllina um helgina. Andstæðingurinn var því miður B-lið KR en leikurinn var liður í Maltbikarnum. Sigurinn var öruggur en sérstaklega léku Stólarnir góða vörn í síðari hálfleik. Lokatölur 63-101.
Meira

Tindastólsmaðurinn Steven Beattie varð írskur bikarmeistari með Cork

Það er alltaf gaman að geta sagt frá góðum árangri fyrrum knattspyrnumanna Tindastóls. Nú um helgina varð hinn írskættaði Steven Beattie bikarmeistari með liði sínu Cork í dramatískum sigri á FH-bönunum í Dundalk.
Meira

Jón Arnljótsson er skákmeistari Skagafjarðar 2016

Lokaumferð Skákþings Skagafjarðar 2016 – Landsbankamótsins var háð sl. miðvikudag. Sigurganga Jóns Arnljótssonar virtist óstöðvandi, en fyrir lokaumferðina var hann búinn að leggja alla sína andstæðinga og í raun búinn að tryggja sér sigur á mótinu og hinn virðulega titil „Skákmeistari Skagafjarðar 2016“.
Meira