María og Laufey á úrtaksæfingar

Mynd: María Dögg og Laufey Harpa. Mynd: Tindastóll.
Mynd: María Dögg og Laufey Harpa. Mynd: Tindastóll.

Tvær Tindastólsstúlkur verið boðaðar á úrtaksæfingar á vegum KSÍ um helgina. Þetta eru þær María Dögg Jóhannesdóttir sem hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U16 og svo Laufey Harpa Halldórsdóttir sem hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U17 í fótboltanum.

Þrátt fyrir aldursskiptinguna verða æfingarnar sameiginlegar undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara U17 landsliðs Íslands. Hann mun byrja að fá stúlkurnar í mælingu í Kórnum í dag en færir sig svo í Egilshöll þar sem farið verður í leikgreiningu á morgun og svo verður æft af krafti á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir