Íþróttir

Lífshlaupið hófst í morgun

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Reykjanesbæ. Um er að ræða árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Allir geta skráð sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is.
Meira

Andrea Maya með gull í kúluvarpi

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppendur voru alls um 300, þar af fjórir Skagfirðingar og tveir Húnvetningar. Andrea Maya Chirikadzi UMSS gerði sér lítið fyrir og sigraði í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.
Meira

Fyrirlestur um næringu íþróttafólks

Föstudaginn 3. febrúar verður haldinn fyrirlestur um næringu íþróttafólks í Húsi frítímans á vegum Ungmennafélagsins Tindastóls. Agnes Þóra Árnadóttir næringarfræðingur mun þá koma og vera með erindi þar sem farið verður yfir næringarþarfir íþróttafólks og hvernig hægt er að nota hollt mataræði til þess að ná sínum markmiðum.
Meira

Æfðu á grasi í síðustu viku

Umræðan um grasvellina á Sauðárkróki hefur oft verið á neikvæðu nótunum, þar sem mörg undanfarin sumur hafi þeir komið illa undan vetri og seinir til, þegar vorar. Og ekki man blaðamaður eftir því að hafa heyrt að völlunum sé hrósað á miðjum vetri en æft var á einum grasvellinum í síðustu viku.
Meira

Ísak Óli með brons og Theodór Karlsson Íslandsmeistari

Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason hafnaði í 3. sæti í sjöþraut á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Hafnarfirði um síðustu helgi. Hlaut hann 4673 stig og bætti sinn fyrri árangur um 294 stig.
Meira

Della í Ljónagryfjunni

Tindastólsmenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni suður með sjó fyrr í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik Stólanna komust heimamenn inn í leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks, með aðstoð dómaranna, og þeir reyndust síðan sterkari á lokamínútum leiksins og unnu dýsætan sigur, 92–86.
Meira

Engin kæra barst vegna kjafthöggs Brynjars Þórs

Mikið hefur verið rætt um atvik sem varð í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla frá 6. janúar sl. þegar Tindastólsmaðurinn Björgvin Hafþór Ríkarðsson féll í gólfið eftir samstuð við Brynjar Þór Björnsson í liði KR. Dómarar sjá ekki hvað gerist og láta leikinn halda áfram en á myndböndum eftir á má sjá að Brynjar Þór slengir til hans hendinni og slær hann í andlitið. Stuðningsmenn Tindastóls klóra sér í höfðinu og spyrja sig: Má þetta bara?
Meira

Formaður knattspyrnudeildar Tindastóls hættir

Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, mun ekki gefa kost á áframhaldandi setu á formannsstóli. Ómar hefur í 25 á eða, frá árinu 1991, stýrt deildinni við góðan orðstír. Hann segir að nú sé mál að linni og nýir taki við keflinu en framundan er stjórnarfundur knattspyrnudeildarinnar.
Meira

Hvöt undirritar samning við samstarfsaðila

Stjórn knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi hefur undanfarna mánuði unnið að gerð samstarfssamningu við Blönduósbæ og ýmis fyrirtæki á staðnum, í þeim tilgangi að styrkja starfsemi félagsins enn frekar.
Meira

Yngstu körfuboltakrakkarnir á Króksamóti

Króksamótið hófst í morgun í íþróttahúsinu, Síkinu, á Sauðárkróki í morgun og stendur til klukkan 16.00 í dag. Þar eru yngstu iðkendur körfuboltans að reyna með sér og nýtur mikilliar vinsældar keppenda sem áhorfenda. Mótinu lýkur með æsilegri troðslu- og þriggjastigakeppni meistaraflokks Tindastóls karla.
Meira