Króksarinn Atli Arnarson genginn til liðs við ÍBV

Atli Arnarson á fullu með sameinuðu liði Tindastóls og Hvatar.  MYND: ÓAB
Atli Arnarson á fullu með sameinuðu liði Tindastóls og Hvatar. MYND: ÓAB

Fótbolti.net segir frá því að úrvalsdeildarlið ÍBV hefur fengið Króksarann og miðjumanninn Atla Arnarson til liðs við sig frá Leikni Reykjavík. Samningur Atla við Leikni rann út í síðasta mánuði en hann hefur nú gert tveggja ára samning við ÍBV.

Atli hefur leikið með Leikni undanfarin tvö ár en hann spilaði áður með uppeldisfélagi sínu Tindastóli. Í sumar spilaði Atli alla 22 leiki Leiknis í Inkasso-deildinni og skoraði sex mörk og var þar með markahæsti leikmaður Breiðhyltinganna í sumar. Kristján Guðmundsson þjálfaði Leikni í sumar en hann tók við ÍBV í síðasta mánuði.

Atli er sonur Ödda Ragnars og Möggu Aðalsteins og er þar af leiðandi Dýllari ef einhver var að velta fyrir sér ætterninu. Feykir óskar Atla góðs gengis í Eyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir