Króksarinn Atli Arnarson genginn til liðs við ÍBV
Fótbolti.net segir frá því að úrvalsdeildarlið ÍBV hefur fengið Króksarann og miðjumanninn Atla Arnarson til liðs við sig frá Leikni Reykjavík. Samningur Atla við Leikni rann út í síðasta mánuði en hann hefur nú gert tveggja ára samning við ÍBV.
Atli hefur leikið með Leikni undanfarin tvö ár en hann spilaði áður með uppeldisfélagi sínu Tindastóli. Í sumar spilaði Atli alla 22 leiki Leiknis í Inkasso-deildinni og skoraði sex mörk og var þar með markahæsti leikmaður Breiðhyltinganna í sumar. Kristján Guðmundsson þjálfaði Leikni í sumar en hann tók við ÍBV í síðasta mánuði.
Atli er sonur Ödda Ragnars og Möggu Aðalsteins og er þar af leiðandi Dýllari ef einhver var að velta fyrir sér ætterninu. Feykir óskar Atla góðs gengis í Eyjum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.