María óheppin í svigkeppni dagsins

Mynd af Maríu úr einkasafni.
Mynd af Maríu úr einkasafni.

Í dag keppti María Finnbogadóttir í svigi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana en var óheppin og lauk ekki keppni. Félagar hennar, Katla Björg Dagbjartsdóttir, varð hins vegar í 18.sæti með tímann 1:55.28 og Harpa María Friðgeirsdóttir í því 26. með tímann 2:01.42. Sigurvegari dagsins var Nika Tomsic frá Slóveníu með tímann 1:48.64.

„María keyrði sig út úr á fullri ferð ofarlega í brautinni og var auðvitað mjög svekkt því hún ætlaði sér stóra hluti í dag. Hún hefur verið að keyra svigið af miklum krafti í vetur og varð í 10. sæti á FIS-móti í Austurríki fyrir stuttu. En þetta fylgir skíðunum, allt veltur á sekúndubrotum og ein lítil mistök eru dýrkeypt. Þá er bara að hugsa um næsta mót, ekki velta sér upp úr því sem búið er. Gengur bara betur næst!,“ sagði Anna Jóna Guðmundsdóttir móðir Maríu.

Hægt er að fylgjast með mótinu á vef ÍSÍ og heimasíðu mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir