Guðlaug maður leiksins gegn Tyrklandi

Mynd: Kvöldið kórónað með því að vera valin maður leiksins. Mynd af fésbókarsíðu Guðlaugar.
Mynd: Kvöldið kórónað með því að vera valin maður leiksins. Mynd af fésbókarsíðu Guðlaugar.

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí lék á Heimsmeistaramóti kvenna 2. deild riðli b sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í síðu viku. Auk Íslands léku lið frá Nýja Sjálandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Mexíkó og Spáni.

Liðinu tókst ekki að komast á verðlaunapall eins og vonir stóðu til en stelpurnar unnu fyrsta leik sinn 7-2 gegn Rúmeníu, töpuðu öðrum leik gegn Mexíkó 2-3 en lögðu Tyrki 6-0 í þeim þriðja. Á móti Nýja-Sjálandi þurftu stelpurnar að horfast í augu við grátlegt tap 4-3, og úrslit lokaleiks Íslands olli töluverðum vonbrigðum en þar hafði Spánn betur 3:1.

Með liðinu leika þrjár Húnvetnskar stúlkur þær Arndís Sigurðardóttir, Guðlaug I. Þorsteinsdóttir og Jónína M. Guðbjartsdóttir. Þær stóðu sig allar með prýði og var Guðlaug valinn maður leiksins gegn Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir